Jón Sigurðsson í Kastljósinu í gær

Ég reyndi árangurslaust að ná í gegn inn í Kastljósþáttinn til að spyrja Jón Sigurðsson um afstöðu hans til þátttöku Tryggingarstofnunar í niðurgreiðslu á sálfræðiviðtölum hjá sálfræðingum á sama hátt og gert er nú um sambærilega þjónustu geðlækna.
Ég var tvisvar komin á bið en svo slitnaði að mér skilst vegna álags.
Þetta hefði verið tilvalið tækifæri að heyra beint frá Jóni hvað honum finnst um þetta mál. Stefna Framsóknarflokksins hefur nefnilega verið sú að ráða sálfræðingi á heilsugæslustöðvarnar en ekki að ganga til samninga við sjálfstætt starfandi sálfræðinga.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Veistu, mér finnst ekki nóg að ráða sálfræðing á heilsugæslurnar, heldur ætti að vera hægt að velja sér sjálfur einn slíkann. Kannski yrði ráðinn sálfræðingur á hverfisheilsugæsluna sem einhverjir einstaklingar mundu ekki ná saman með og þá væri það ekki rétt að mínu mati. Heldur ætti að gera þetta frjálsara ? 

Hvað finnst þér Kolbrún ?

Kveðja Inga

Inga Lára Helgadóttir, 30.4.2007 kl. 01:20

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það var slæmt að þú skyldir ekki ná inn með spurninguna þína Kolbrún mín.  Það er virkilega þörf fyrir þessa þjónustu á þessum síðustu og verstu tímum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.4.2007 kl. 09:07

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband