Biðlistavandinn á Bugl úr sögunni 2008

Nú glittir í að biðlistarvandinn á Bugl kunni að verða úr sögunni en árið 2008 er stefnt að því að taka í notkun nýja byggingu göngudeildar fyrir Bugl.
Því er ekki að neita að biðlistarvandinn hefur verið þrálátur í heilbrigðiskerfinu og á það ekki einvörðungu við um Bugl.  Mest hefur verið rætt um biðlista stofnana sem þjónusta börn og unglinga og einnig biðlista hjúkrunarheimila. Klassískur biðlistavandi er á stöðum eins og
Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins, hjá Umsjónarfélagi einhverfra sem lengi hefur barist fyrir úrbótum fyrir meðlimi sína. 

Fram til þessa hafa aðgerðir til bóta ekki skilað sér sem skyldi enda sést það best á því að biðlistarnir hafa haldið áfram að lengjast. Stofnanir hafa verið settar á laggirnar til að létta á biðlistum annarra stofnana. Gott dæmi um það er Miðstöð heilsuverndar barna sem taka átti kúfinn af Bugl. Nú eru biðlistar á báðum stöðum, eins árs bið til að komast að á Bugl og a.m.k. hálfs árs bið hjá Miðstöð heilsuverndar barna.

Úr þessu er brýnt að bæta og á allra næstu árum er fyrirséð að stórbreytinga er að vænta sem mun vonandi leiða til þess að biðlistarvandinn verði endanlega úr sögunni. Fyrsti áfangi nýrrar göngudeildar verður tekinn í notkun á næsta ári. Þær lausnir sem liggja fyrir á biðlistarvandanum eru því ekki neinar skammtímalausnir heldur varanlegar umbætur á langvarandi og þrálátu vandamáli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband