Er Samfylkingin að daðra við Sjálfstæðisflokkinn?

Ég er ekki frá því að mér finnist að Ingibjörg Sólrún og Samfylkingin sé að undirbúa jarðveginn fyrir möguleika á ríkisstjórnarsamstarfi með Sjálfstæðisflokknum. Mér finnst hún hafa að verið að gefa ýmis merki um að slíkt samstarf gæti verið þeim þóknanlegt eða alla vega skárra en að sitja hjá enn eitt kjörtímabil.  
Þetta er  ”If you can´t beat them,  join them syndromið”.
Reyndar aðskilur viðhorf og skoðanir til ESB þessa tvo flokka, alla vega eins og sakir standa og jú einnig ýmislegt fleira.  Þrátt fyrir málefnalegan ágreining er ég ekki frá því að Samfylkingin sé að teygja sig í áttina að Sjálfstæðisflokknum með því að sýna mildileg viðbrögð gagnvart einstaka máli/málum sem Sjálfstæðisflokkurinn (og Framsókn)  hefur verið að vinna að nú undanfarið.

Þetta var talsvert  áberandi þegar formenn flokkanna voru spurðir um viðbrögð hvað viðkom mögulegu varnarsamstarf Íslendinga og Norðmanna.  Viðbrögð Ingibjargar voru ljúf, henni fannst eðlilegt og raunhæft að skoða þetta mál með Normönnum á meðan Steingrímur J. var eins og snúið roð í h….
Vinstri grænir eru ekki í neinu tilhugalífi með Sjálfstæðisflokknum. Steingrímur fórnar ekki hugsjóninni jafnvel þótt það þýði að hann verði alla ævina i stjórnarandstöðu.  Hann kann ekki að leika neina diplómatíska leiki sem er jú sannarlega virðingarvert en kannski ekki alltaf skynsamlegt.  Steingrímur bregst oft við á tilfinningarlegum nótum og leiðir hugann ekkert að því hvort það kunni að skemma fyrir VG síðar meir. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held nefnilega að Steingrímur J. sé háll eins og áll. Held að hann og Geir séu þegar búnir að ganga frá því að vinna saman í stjórn eftir kosningar.Veit ekki hvort það fólk sem ætlar núna að kjósa VG sé sammála honum í því, held ekki.

Gilbaugur (IP-tala skráð) 3.5.2007 kl. 22:03

2 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Já Kolbrún Ég vil fá að sjá Samfylkinguna og Sjálfstæðisflokkinn saman, ætti varla heitari ósk eftir þessar kosningar

Inga Lára Helgadóttir, 4.5.2007 kl. 12:05

3 Smámynd: Gústaf Níelsson

Ekki er ég hissa á því að Sf daðri við Sjálfstæðisflokkinn. Í mörgum efnum er þar ekki himinn og haf á milli. Það er útlátalítið fyrir Sf að leggja til hliðar drauma um Evrópusambandsaðild Íslands um tíma, sé það aðgöngumiði að ríkisstjórnarsamstarfi, enda forgangsmál fyrir Sf að komast í ríkisstjórn, eigi stjórnmálaferill Ingibjargar Sólrúnar ekki að verða endaslepptur. Hins vegar geri ég ráð fyrir því að stjórnarflokkarnir rétt haldi meirihluta, en það getur ekki orðið grundvöllur frekara samstarfs, en er þó afrek út af fyrir sig. Einn möguleiki er þó óræddur, en það er þriggja flokka samstarf til hægri með Frjálslyndaflokkinn innanborðs, líkt og Þorsteinn Pálsson gerði 1987. Slík ákvörðun getur þó reynst afar brotthætt. Samstjórn Vg og Sjálfstæðisflokks er einhver mesta stjórnmálafjarstæða síðari tíma, vegna þess að slík stjórn myndi að líkindum eingöngu styðjast við tveggja til þriggja þingmanna meirihluta og áhættan of mikil, vegna þess að Vg er í eðli sínu stjórnarandstöðuflokkur. Uppákomurnar yrðu skelfilegar slag í slag. Samstjórn Sf og Sjálfstæðisflokks yrði vafalaust heppilegast og "aulafórnirnar" fæstar.

Gústaf Níelsson, 5.5.2007 kl. 14:50

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband