Dramb er versti óvinur stjórnmálamannsins

Dramb er það persónueinkenni sem klæðir stjórnmálamenn hvað verst og auðvitað bara allt fólk og gildir þá einu í hvaða stöðu það er. En auðvitað er þetta oftast nær persónulegt mat hvers og eins og upplifanir fólks á öðrum afar mismunandi t.d. eftir því hvernig aðstæður eru hverju sinni.

Að mínu mati eru þó allir formenn þeirra stjórnmálaflokka sem nú bjóða fram lausir við yfirlæti.  Sumir þeirra eru einmitt þvert á móti, auðmjúkir og lítillátir. Formaður Sjálfstæðisflokksins fer þar fremstur enda sýna skoðanakannanir að hann er vel liðinn og flestir treysta honum hvað best fyrir forsætisráðuneytinu.

Upp á síðkastið hefur mikið verið fjallað um Jónínu Bjartmarz og viðtalið sem Helgi Seljan tók við hana. Mér finnst að Jónína hefði mátt sýna eilítið meiri yfirvegun í þessu máli.  Í raun er ekkert óeðlilegt við það að fólki hafi fundist málið þess eðlis að vel gæti verið að tengsl hennar og stúlkunnar hafi haft áhrif á umsóknarferil hennar um ríkisborgararétt.

Ég hefði ráðlagt henni að taka þessu öllu með stakri ró og einfaldlega vinna með fjölmiðlum til að sýna fram á að hún hafi hvergi komið nærri þessu eins og hún hefur ætíð haldið fram.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Já Jónína sýndi mikinn hroka í þessu máli .

Jens Sigurjónsson, 6.5.2007 kl. 21:42

2 Smámynd: Ingi Björn Sigurðsson

Ég er sammála þessari færslu þinni. Það hefur orðið athyglisverð breyting á þínum flokki með nýjum formanni. Að mínu viti hefur hrokin minnkað við formansbreytingarnar og allt starf orðið yfirvegara, enda gengur vel í skoðanakönnum eftir breytingarnar.

Ingi Björn Sigurðsson, 6.5.2007 kl. 21:45

3 Smámynd: Gústaf Níelsson

Ekki veit ég hversu mikill mannþekkjari þú ert Kolbrún, en það er rétt hjá þér af við upplifum fólk á mismunandi hátt. Helgi Seljan, fréttamaður, hefur jafnan virkað á mig sem sjálfumglaður montrass, eftir reglunni "þeir busla mest sem grynnst vaða". Snjallasti leikurinn var auðvitað sá að leiða fram í dagsljósið væntanlega tengdadóttur ráðherrans, og þá birtist okkur hugþekk ung kona, sem vel getur sómt sér sem góður og gegn Íslendingur. Ég skil vel að Jónínu skuli hafa runnið í skap allur málatilbúnaðurinn, hafi hún sagt rétt og satt frá í öllum atriðum um aðdraganda málsins.

Gústaf Níelsson, 6.5.2007 kl. 22:10

4 identicon

Hún hefur bara tilfinningar konan, þetta var álag fyrir hana. Hroki getur birst þegar við verðum reið. Við getum orðið reið þegar okkur sárnar.. Jónína er bara mannleg eins og aðrir.

Björg F (IP-tala skráð) 7.5.2007 kl. 02:04

5 Smámynd: krossgata

"auðmjúkir og lítillátir. Formaður Sjálfstæðisflokksins fer þar fremstur "

Þú ert að grínast!!  Hrokafyllri einstaklingar koma vart fram en frambjóðendur sjálfstæðisflokksins, upp til hópa.  Geir hefur bara haft þá skynsemi til að bera að halda sig aðeins til hlés og fara bara með klysjur, væntanlega lærðar af einhverjum spunalækninum, sem eru til þess gerðar að reyna að breiða yfir hrokann og mannfyrirlitinguna sem vellur upp úr honum ef honum er sleppt lausum óundirbúnum.

Jónína hefði kannski mátt vera yfirvegaðri svona upp á "lúkkið", en hvaða máli skiptir það í raun og vera hvort hún sýndi tilfinningar eða ekki.  Ekki snýst málið um það.

krossgata, 7.5.2007 kl. 11:05

6 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Sæll Gústaf, það er skemmtilegt að þú spyrð mig um hversu mikill mannþekkjari ég telji mig vera. Ég hef mikið spáð í það sjálf.  Ég hef reyndar fengið orð um það að ég sé næm á skjólstæðinga mína sem koma á stofuna. Þó ég segi sjálf frá þá skynja ég tilfinningarlíðan þeirra fljótt sem hefur gert mér fært að vera fljót að greina vandann og leggja fram tillögur til lausna.
Hins vegar hef ég tvisvar á lífsleiðinni gert stórkostleg mistök hvað varðar mat á fólki, einstaklingum sem ég taldi mig þekkja, sem ég treysti og hafði væntingar til. Þegar til kom reyndist mat mitt alrangt með tilheyrandi sársaukafullum afleiðingum. Svona getur þetta verið snúið og eftir þessa reynslu þá reyni ég að fara varlega í þessu efnum.  En þetta var nú bara smá útúrdúr.

Kolbrún Baldursdóttir, 7.5.2007 kl. 11:25

7 Smámynd: Gústaf Níelsson

Ég spurði þig nú eiginlega ekki um það hversu mikill mannþekkjari þú teldir þig vera, heldur lét orð um það falla að ekki vissi ég hversu mikilll mannþekkjari þú værir. En þetta er nú aukaatriði. Og svarið við "spurningunni" var ágætt. Enginn er fullkominn og alla hendir að draga rangar ályktanir, þótt beitt sé bestu dómgreind, innsæi, tilfinningu og rökhyggju. Hefurðu hugleitt hvort stjórnmálaleiðtogar (þá á ég ekki við stjórnmálamenn almennt) eigi sér sameiginleg karaktereinkenni?

Gústaf Níelsson, 7.5.2007 kl. 14:19

8 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Já ég hef nú spáð aðeins í það þó ég vilji nú ekki gangast við því að vera gangandi greiningartæki. Ósjálfrátt leiði ég hugann að persónuleikaeinkennum fólks líklega að því að ég vinn við það allan daginn að greina og sinna meðferð. Það sem ég held ég geti slegið á í fljótu bragði er að stjórnmálaleiðtogar hafa þokkalega gott sjálfstraust alla vega á þessu sviði. Eitthvað hafa þeir líka af áræðni. Líklega skiptir sannfæringarkraftur þeirra mestu máli því þeim hefur tekist að fá fólk til að hlusta á sig og taka mark á sér.  Annars hefðu þeir ekki náð að komast í forystu. Þeir hafa jafnframt góðan talanda og eru ekki ofuruppteknir af því hvað aðrir kunna að finnast um þá og hvað þeir segja.  Húmor og léttleiki einkenni einnig nokkra þeirra þó mismikið.

Kolbrún Baldursdóttir, 7.5.2007 kl. 14:27

9 Smámynd: Gústaf Níelsson

Hefurðu hugleitt hvort frekja, yfirgagnssemi, tillitsleysi og purkunarlaus valdastreita, einkenni þá ekki öðru fremur, þar sem þeir gæta þess vel að innhverfan verði aldrei úthverf? Því þá kemst upp um þá. Hún frú Royal féll aðeins í þennan pytt. Og sumir stjórnmálamenn geta beinlínis tekið sundtökin í þessum pytti.

Gústaf Níelsson, 7.5.2007 kl. 15:36

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband