Velferðarmálin enn á toppnum

Það eru velferðarmálin sem trjóna á toppnum þegar fólk er spurt hvaða málaflokkar séu mikilvægastir þegar kemur að því að greiða atkvæði. Ef velferð á að ríkja þurfa atvinnumálin að vera í lagi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt höfuðáherslu á að hlúa að atvinnumálum og nýsköpun. Öll þessi mál eru liður í einni stórri keðju.  Ef einn hlekkinn vantar slitnar keðjan. Grunnforsenda þess að velmegun geti ríkt er að fólk hafi launaða vinnu og helst vinnu við sitt hæfi. Atvinnuleysi er hugtak sem við höfum varla heyrt nefnt í mörg ár og þurfum ekki að óttast að beri á góma verði haldið áfram á sömu braut.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Eins og mælt frá mínum munni þó ég hafi bara kosið Sjálfstæðisflokkinn einu sinni. Bið að heilsa nýja formanninum ykkar, hann stóð sig eins og hetja á þorrablótinu hjá okkur hér í Stokkhólmi:

Ásgeir Rúnar Helgason, 7.5.2007 kl. 17:29

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæl Kolbrún.

Getur þú sagt mér það hvers vegna Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki getað staðið fyrir endurskoðun fiskveiðistjórnunarkerfinu sem lagt hefur landsbyggðina í rúst ?

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 8.5.2007 kl. 02:41

3 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Sæl Guðrún, ætli sé ekki best að sjávarútvegsráðherra svari því, hann er með bloggsíðu hér á Mbl. Ég hvet þig eindregið til að senda honum línu.

Kolbrún Baldursdóttir, 8.5.2007 kl. 11:13

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband