Sjálfstæðisflokkurinn ætlar ekki að skorast undan

Sálfræðingafélag Íslands lagði spurningar fyrir alla stjónmálaflokka sem bjóða sig fram nú.
Þær voru eftirfarandi:

1. Hver er afstaða þíns flokks til þess að Tryggingarstofnun taki þátt í kostnaði sjúklinga í þjónustu sálfræðinga á eigin stofu á sama hátt og gert er um sambærilega þjónustu geðlækna?

2. Fyrir hvaða aðgerðum mun þinn flokkur beita sér innan geðheilbrigðiskerfisins til að greiða aðgang sjúklinga að þeirri þjónustu sem þeir óska eftir,  komist hann til áhrifa eftir kosningar?

Í svari frá Sjálfstæðisflokknum kemur m.a.  fram að flokkurinn muni leggja áherslu á fjölbreytt framboð þjónustu, gott aðgengi að upplýsingum um hana og að fagsstéttum verði ekki mismunað hvað varðar þjónustusamninga við Tryggingarstofnun ríkisins. Í svarinu segir að þess vegna telji  Sjálfstæðisflokkur að  samningur við sálfræðinga komi til greina.  Ennfremur segir í svari frá flokknum að brýnt sé að börnum með geðræn einkenni standi til boða sérhæfð meðferð og stuðningur í heimabyggð.

Ekki hefur borist svör frá öðrum flokkum ennþá


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband