Ísland - Serbía, landsleikurinn í kvöld

Nú er leikurinn í kvöld og ég er að fara að horfa á hann. Spennandi, engin spurning. Ég hef aldrei áður farið á landsleik svo þetta verður ný upplifun. Nú er bara að sjá hvort ég muni haga mér prúðmannlega. Ég óttast nefnilega að ég kunni allt eins að missa stjórn á mér ef spennan nær einhverju hámarki. Ég, þessi svona venjulega dagfarsprúða miðaldra kona á nefnilega til aðra britingarmynd þegar ég verð spennt. Sú birtingarmynd er þannig að ég byrja að að hoppa upp og niður, sveifla höndunum og gefa frá mér einkennileg hljóð, hróp og köll. 

En starfa míns vegna þarf ég auðvitað að sýna yfirvegun og fágun. Ekki má gleyma því að ég kann að vera fyrirmynd einhverra. Þess vegna er ekki gott að það spyrjist út að sálfræðingurinn hún Kolbrún hafi verið snarvitlaus á leiknum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grænlandsblogg Gumma Þ

Sæl vertu Kolbrún. Ég vona svo sannarlega að þú látir í þér heyra á leiknum á eftir. Ég kemst ekki í þetta sinn þar sem ég er búsettur úti Grænlandi. En 17 júní í fyrra komst ég heim að sjá leikinn á móti Svíum. Og þvílík stemning. Þú mátt gjarnan flippa út og kvetja okkar menn til sigurs. Þú mátt meira að segja öskra fyrir mína hönd líka. Áfram Ísland. Til hamingju með daginn  Taktu vel undir í Hæ Hó og júbíjeiog júbí Kveðja frá Grænlandi

Grænlandsblogg Gumma Þ, 17.6.2007 kl. 16:55

2 Smámynd: Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir

Sjáumst á eftir, á Ísland - Serbía. Ég verð þar eins og á nær öllum leikjum ísl. handboltalandsliðsins.

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir, 17.6.2007 kl. 17:07

3 identicon

sálfræðingar verðanúað komast úr vinumi ein og við

þannig að þú mát alveg latta í þer heira annað veri bara bera að horfa heima og latatil fenigarnar koma út hehehe

en goða sketun og vertu þú en ekki sáli

Brá (IP-tala skráð) 17.6.2007 kl. 17:38

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband