Kolefnisjafna bíla.. hvaða rugl er nú það?

Kolefnisjafna bíla með því að gróðursetja tré... þetta hlýtur að vera eitt mesta bull sem heyrst hefur í langan tíma. Menga bílarnir eitthvað minna ef fleiri tré verða gróðursett?
Mér þykir auglýsingabransinn ganga býsna langt í að að reyna að laða að sér kaupendur ef þeir ætla að nota svona rökleysu.

Vilji menn í alvörunni vera umhverfisvænir í samgöngum ættu þeir að fjárfesta í sparneytari bílum eða velja umhverfisvænni leiðir til að koma sér á milli staða svo sem að reyna að hjóla oftar eða ganga ef það er möguleiki.

Ef Kolviður á ekki að gengisfalla í hugum fólks verður stjórn þess að leitast við að fá svona auglýsingar stöðvaðar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andrea J. Ólafsdóttir

Er einmitt mikið búin að pæla í siðferði og gáfuleika svona auglýsingaherferða. Held þetta muni hafa alveg öfug áhrif, þeas. að fólk muni nú ekkert hafa neina hugsun né samvisku gagnvart því að keyra jeppana sína... það kaupir sér bara gróðursetningu hjá Kolvið -og púff bamm búmm, lausnin komin .... nema hvað trén taka náttúrulega óralangan tíma að verða stór þannig að þau geti unnið eitthvað að ráði gegn mengun og málið er að við þurfum að gera eitthvað í vandanum NÚNA! :) Semsagt strax að draga úr mengun, nota umhverfisvænnni bíla, endurvinna allt sem við notum osfr. Verða meðvitaðri jarðarbúar sem allra allra fyrst.

Kolviður - falskur leikur?

Andrea J. Ólafsdóttir, 3.7.2007 kl. 09:23

2 Smámynd: Sveinn Valdimar Ólafsson

Gerum bæði - kaupum minni eyðslugrennri bíla og kolefnisjöfnum þá!

kær kveðja

Sveinn

Sveinn Valdimar Ólafsson, 3.7.2007 kl. 09:44

3 identicon

Ég er að miklu leyti sammála og alveg sammála Sveini. Annars er það jákvæðasta sem Íslendingar hafa gert í því að minnka ágang á náttúruauðlindir er að reisa álver þó fáir vilji viðurkenna það :)

Kveðja, Gaui

Guðjón I. Guðjónsson (IP-tala skráð) 3.7.2007 kl. 12:00

4 identicon

Afsakiði en ég gleymdi aðal punktinum. Ekki gera of lítið úr kolviðarverkefninu. Það er jákvætt, þó að það sé engin lausn á vandamálinu með brennslu olíu.

Kveðja, Gaui

Guðjón I. Guðjónsson (IP-tala skráð) 3.7.2007 kl. 12:04

5 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Hefur einhver reiknað út hvað þarf mikið af trjám hvað þau taka mikið pláss og brýtur öll þessi trjárækt ekki i baga við  náttúru vernd eða er til goð náttúra og slæm þar sem tré eru goð en móar slæmir. Við eigum að krefjast stefnu í skógrækt og þess að hún fari í umhverfismat það er nefnilega þó nokkur fjöldi okkar sem vill ekki sjá að Ísland sé alt skógi vaxið okkur finnst landslag lika vera landslag þó að ekki séu þar tré

Jón Aðalsteinn Jónsson, 3.7.2007 kl. 13:58

6 Smámynd: Ívar Pálsson

Kolefnisjöfnun virkar ekki, jörðin kólnar ekki við það og við viljum ekki kaldara Ísland (man einhver eftir 1968?).  Við rífum upp móa og mýrar og þurrkum mýrarnar með gróðursetningu erlendra trjáa, en þurrkun mýranna er mikil kolefnislosun. Kolefnisjöfnun á Íslandi minnir á bananarækt hér uppi á klaka; tré taka óratíma að vaxa til þess að skila af sér, en sama tíma losa nokkrir bændur í Indonesíu um 27% heims- koltvísýrings af mannavöldum með því að kveikja í sínum ofurvaxandi trjám á góðu vaxtarsvæði. Nær væri að kaupa af þeim kvótann sinn, sem þeir fara að fá.

PS: Álið hjá Fjarðaráli fer 90% í rafleiðslur. Fyrir vikið er minna brennt af olíu og kolum en ella, þar sem nauðsynlegt er að framleiða þessa vöru, sem er líka léttari.

Ívar Pálsson, 3.7.2007 kl. 15:19

7 identicon

Þú verður samt að viðurkenna að það er betra að kolefnisjafna stóran jeppa en að kolefnisjafna hann ekki. Mér finnst Kolviður fínt framtak, en það er líka alveg rétt sem kemur fram hérna í umræðunum að kolefnisjöfnun - eins og allar aðrar vörur - ætti að framleiða þar sem það er hagkvæmast. Þessvegna er mátulega skynsamlegt að ætla í mikla skógrækt hér á landi til að kolefnisjafna. Peningum Kolviðar væri líklega betur varið í að vernda skóga í Indónesíu og nota svo mismuninn í að græða upp örfoka land sbr. moldrokið fyrir 2 vikum.

Hér eru annars nokkur orð um öfgana á báðum hliðum umræðnanna um Global warming.

Hjálmar Gíslason (IP-tala skráð) 3.7.2007 kl. 15:35

8 Smámynd: Ísdrottningin

Ég er sammála Stefáni Jóni Hafstein í greininni:

http://www.visir.is/article/2007106190062

Ég vil heldur taka þátt í því að kaupa hlut í regnskógi (því við vitum að þeir þjóna því hlutverki að vera lungu jarðar) heldur en að taka þátt í svona skrumi.

Ísdrottningin, 3.7.2007 kl. 19:52

9 Smámynd: Jens Guð

  Það er þó gott við þessar auglýsingar að þær skila umræðu á borð við þessa hér. 

Jens Guð, 4.7.2007 kl. 01:55

10 Smámynd: Pétur Þorleifsson

Fer Fjarðaálið nokkuð í bílarafleiðslur ?  http://www.nlcnet.org/campaigns/archive/mexico/alcoa-1-10.pdf

Pétur Þorleifsson , 4.7.2007 kl. 07:09

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

þetta er ótrúlega hallærislegt. Og auglýsingarnar maður lifandi. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.7.2007 kl. 20:00

12 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Bloggfærsla mín um svipað efni Afkolun jeppaeiganda

Ágúst H Bjarnason, 5.7.2007 kl. 07:18

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband