Lóðarleigutakar frístundabyggða réttlausir

Í umsögn Talsmanns neytenda kemur fram að hann telji að ekki sé nægilega tekið tillit til hagsmuna og réttinda lóðarleigutaka í drögum að lagafrumvarpi um réttarstöðu í frístundabyggðum.

Þessari athugasemd ber að fagna.
Nú hefur Landssamband sumarhúsaeigenda einnig fengið frumvarpið til umsagnar en hvort þeir gerðu sambærilega athugasemd, veit ég ekki.

Vonandi verður tekið mark á umsögn Talsmanns neytenda því þarna er um mikið réttindarmál að ræða.

All margir lóðarleigutakar hafa tjáð sig um þessi mál síðustu misseri og þá ekki hvað síst þeir sem hafa í mörg ár ef ekki áratugi verið að koma sér upp frístundahúsi og ræktun. Við eigendaskipti hafa sumir þeirra verið tilneyddir til að yfirgefa frístundaumhverfi sitt vegna þess að hinir nýju eigendur hafa hækkað leiguna svo um munar eða farið fram á að leigutaki kaupi lóðina langt yfir markaðsverði.  Leigutaki hefur þess utan ekki haft neinn forleigurétt þannig að ef hann ekki samþykkir tilboðið bíður hans fátt annað en að taka pokann sinn og yfirgefa frístundaumhverfi sitt, sumarbústað og ræktun.

Forgangsréttur leigutaka að áframhaldandi leigu verður að vera bundin í lög.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Frístundahús eru ekki eins og íbúðarhús í lagalegum skilningi. Það eru þegar dæmi um að frístundahúsaeigendur hafi gengið frá húsi, ræktunarstarfi og lóð sem þeir hafa lagt mikið í þegar nýr landeigandi vill fá meiri arð af landinu sínu (fjárfestingunni), án bóta.

Kolbrún Baldursdóttir, 22.8.2007 kl. 21:48

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband