Afburðafréttamanni sagt upp á Stöð 2

Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur, fréttamanni á Stöð 2,  hefur verið sagt upp störfum.
Þetta eru mikil óráð og gerist í kjölfar þess að Steingrímur Ólafsson, fyrrum upplýsingarfulltrúi Halldórs Ásgrímssonar er ráðinn sem fréttastjóri.

Þóra Kristín er með allra bestu fréttamönnum sem Stöð 2 hefur haft á að skipa.
Uppsögnin lyktar af pólitík að mínu mati og hlýtur því þessi gjörningur að teljast afar ófaglegur.

Rétt væri að hinn nýji fréttasjóri upplýsti almenning hverjar ástæður uppsagnarinnar eru ef hann vísar því á bug að þær séu af pólitískum toga.

Með þessari uppsögn myndi ég telja að trúverðugleiki fréttastofunnar minnkaði til muna.  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

þarna erum við sko sammála Kolbrun og vel það /maður er hættur að skylja svona aðfarir að góðu fólki/ 365 biður þarna mikið afhroð fyrir ,að minu álti og margara fleiri/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 1.9.2007 kl. 11:34

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég er sammála þessu.  Því líkt og annað eins.  Getur maður treyst svona fréttastjóra ? Spyrji nú hver sig að því, hvort menn sem gera svona án útskýringa geti átt traust fólksins í landinu.  Eða verða bara fréttir sagðar sem henta.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.9.2007 kl. 14:15

3 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Alltof karllægur geiri þessi fréttamannastarfsgrein. 

Marta B Helgadóttir, 1.9.2007 kl. 15:37

4 Smámynd: Ingólfur Þór Guðmundsson

Burtséð frá því hvað mér eða þér finnst fólk gott í sínu starfi, þá er það auðvitað á endanum eigandans, eða yfirmanna að taka ákvörðun um starfsmannahald.

Það er alltaf spurning hvort við getum eitthvað verið að hneykslast á mannaráðningum í einkafyrirtækjum. Getum við ekki látið okkur nægja að vera með puttana ofaní mannaráðningum hjá RÚV ?

Ég bara spyr.

Fréttastjórinn hjá þessu einkahlutafélagi þarf ekki að bakka upp þessa uppsögn eða útskýra hana að nokkru leyti fyrir okkur, hann þarf að svara ef að yfirmenn hans draga þetta í efa. Ekki frekar en yfirmenn hjá RÚV sem að hafa ráðið og rekið fólk jafnvel án ástæðu. Væri ekki ráð fyrir eiganda RÚV að fara að kafa soldið ofan í þau mál ? og þá aðallega PÓLITÍSKAR ráðningar á RÚV ?

Ingólfur Þór Guðmundsson, 1.9.2007 kl. 15:37

5 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Ég veit ekki hvort það er rétt tilfinning hjá mér en að undanförnu hefur mér fundist að vinnuveitendur taki mun léttar á uppsögnum en áður. Það hlýtur alltaf að vera áfall fyrir fólk að vera sagt upp vinnu en núorðið er nánast daglegt brauð að starfsmönnum er sagt upp fyrir litlar eða engar sakir. Iðulega bara vegna þess að yfirmönnunum líkar ekki við það. Hvar er ábyrgðartilfinning atvinnurekenda? Er líf fólks virkilega svona léttvægt í þeirra huga?

Steingerður Steinarsdóttir, 1.9.2007 kl. 18:30

6 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Þetta er góður punktur sem þú kemur inná þarna Steingerður.

Marta B Helgadóttir, 2.9.2007 kl. 16:28

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband