Nýjustu færslur
- 19.11.2024 Hef ekki lent í öðru eins við að koma máli á dagskrá
- 18.11.2024 Máttur samtryggingarinnar
- 16.11.2024 Reynsla sem sálfræðingur rak mig í pólitík
- 14.11.2024 Endurskoða hugmyndir um bílastæðahús- fjölnotahús, skoða þarf...
- 11.11.2024 Ef byggja á í grónum hverfum gengur ekki að vera með einhvern...
- 2.11.2024 Of mikið af kærum
- 2.10.2024 Upplýsingaóreiða bílastæðakjallara og húsa, einkarekin eða bo...
- 1.10.2024 Íbúar hafa lengi verið að kalla eftir auknu umferðaröryggi vi...
- 26.9.2024 Eyðublöð í þúsunda tali við að svara einföldum já/nei spurningum
- 22.8.2024 Bráðavandann í umferðinni verður að leysa
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Helgi Seljan
- ADHD
- Ágúst H Bjarnason
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés.si
- Andri Heiðar Kristinsson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Ásta Möller
- Ásta Kristín Norrman
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Benedikt Halldórsson
- Bleika Eldingin
- Bwahahaha...
- Bragi Þór Thoroddsen
- Bryndís Haraldsdóttir
- Charles Robert Onken
- Dögg Pálsdóttir
- Dúa
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Viðar Eggertsson
- Einar G. Harðarson
- Einar Kristinn Guðfinnsson
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Erla Ósk Ásgeirsdóttir
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Karl Gauti Hjaltason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Gúnna
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Guðjón Bergmann
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Guðrún Pálína Karlsdóttir
- Gulli litli
- Gunnar Gunnarsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Handtöskuserían
- Hanna
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haraldur Haraldsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helga Lára Haarde
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Kristín Einarsdóttir
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Hulda Dagrún Grímsdóttir
- Óskar Arnórsson
- Húsfreyja
- Snorri Bergz
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- íd
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Sigurður Einarsson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Jón Magnússon
- Jón Þór Ólafsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Kristín Katla Árnadóttir
- Killer Joe
- Kjartan Jónsson
- Sólveig Klara Káradóttir
- Magnús Paul Korntop
- Kristín Ástgeirsdóttir
- Bjarki Steingrímsson
- Lífsýn fræðsla og forvarnir
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Linda Lea Bogadóttir
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Lýður Pálsson
- Mafía-- Linda Róberts.
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Mál 214
- Alfreð Símonarson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Marta B Helgadóttir
- Methúsalem Þórisson
- mongoqueen
- Morgunblaðið
- Steinar Immanúel Sörensson
- Gísli Tryggvason
- Ólafur Örn Nielsen
- Jón Svavarsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ólafur Th Skúlason
- Ómar Ragnarsson
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Perla
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Helgi Kristófersson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Katrín
- Sigmar Guðmundsson
- Sigríður Gunnarsdóttir
- Sigurður Rúnar Sæmundsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigríður Jónsdóttir
- Birgir R.
- Hreiðar Eiríksson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefana Gunnlaug Karlsdóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Þorsteinn Briem
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Jóhann Pétur
- Sunna Dóra Möller
- superhúsfrú
- Johann Trast Palmason
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þorsteinn Magnússon
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Vefritid
- Vertu með á nótunum
- Vilborg G. Hansen
- Elsabet Sigurðardóttir
- Kjartan Magnússon
- Kristján P. Gudmundsson
- Loftslag.is
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Skúmaskot tilverunnar
- Stefán Júlíusson
Leiðir til að votta samúð.
3.9.2007 | 12:48
Íslensk tunga er óþjál þegar kemur að því að velja orð og setningar undir þessum kringumstæðum að mínum mati. Málið bíður okkur ekki upp á marga möguleika hvað þetta varðar.
Við segjum helst: ég samhryggist þér eða ég votta þér samúð mína.
Þessar setningar virka stirðbusalegar í munni og fyrir suma jafnvel yfirborðskennd. Vegna þess hversu íslensk tunga er í raun snauð að þessu leytinu til velja margir fullorðnir frekar að tjá samkenndina með faðmlagi fremur en orðum.
Eins er þessu farið með unglinga og ungt fólk sem eðlilega hefur ekki öðlast langa þjálfun í samskiptum á sorgarstundum. Ég hef orðið vör við að unglingum þykir mjög erfitt að segja: ég samhryggist þér eða ég votta þér samúð mína.
Ef fyrir dyrum er jarðarför finna unglingar þess vegna oft fyrir kvíða og óttast að þeir muni koma klaufalega fyrir. Fyrir ungling að faðma syrgjandann, e.t.v. vin eða skólafélaga sem hefur misst ástvin, finnst honum jafnvel heldur ekki auðvelt. Mörgum unglingum finnst náin snerting vera óþægileg og myndu gjarnan vilja velja aðrar leiðir til að tjá tilfinningar sínar heldur en t.d. faðmlag eða kossa.
Það er mín skoðun að enskumælandi heimurinn sé betur settur hvað þetta varðar. Þeir segja einfaldlega I´m so sorry með tilheyrandi raddblæ og svipbrigðum.
Þetta segir allt sem segja þarf á erfiðum stundum og er jafnframt þjált í munni ef svo má að orði komast.
Dæmi sem lýsir þessu mjög vel er að einn félagi minn mismælti sig þannig að hann sagði óvart við syrgjandann til hamingju þegar hann ætlaði að segja ég samhryggist þér.
Hann var lengi miður sín á eftir og fannst hann hafa verið einstaklega klaufalegur á svo viðkvæmri stundu. Mismæli sem þessi geta í raun komið fyrir alla. Sumum finnst sem þeir þurfi hreinlega að æfa sig í huganum hvað þeir ætla að segja undir þessum kringumstæðum til að tryggja að segja ekki eitthvað sem þeim líður síðan illa yfir.
Flokkur: Sálfræði | Breytt 4.9.2007 kl. 11:47 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Tenglar
Mínir tenglar
- Í þínum sporum. Höldum saman gegn einelti og kynferðislegri áreitni Verkfærakista við úrvinnslu eineltismála. Frjáls og frír aðgangur
- Heimasíða Kolbrúnar Baldursdóttur Sálfræðistofan, greinar og námskeið
Nóv. 2024
Af mbl.is
Nýjustu færslurnar
- Knockin' On Heaven's Door
- Fyrstu 20 dagar nóvembermánaðar 2024
- Sósíalistaflokkur Íslands - tilraun númer tvö!
- Viðreisnarhjartað tifar
- Hver ER; LJÓSBERI jarðarbúana þegar að það kemur að heimsóknum gesta frá öðrum stjörnukerfum?
- Hægt með krónunni?
- Er Kína í stríði við Evrópu??
- Karlmannatíska : RALPH LAUREN Polo Holiday 2024
- Hérna kemur NÝJASTA TÆKNITEIKNINGIN af HINU NÝJA GOSI sem að er nú NÝ HAFIÐ: 20.NÓVEMBER 2024:
- Úr munni hestsins
Athugasemdir
Þetta eru orð í tíma töluð. Stundum er alveg þétt handtak og vel meint bros alveg nóg. Það þarf ekki alltaf að tala.
Svo getur farið fyrir manni eins og telpunni dönsku sem vissi ekki hvað fólk var að tauta við syrgjendur. Hún tók hlýlega í hendi syrgjandans og sagði það sem hún hélt að ætti við: „Til lykke með liget!“
Sigurður Hreiðar, 3.9.2007 kl. 13:57
Þarna kom það sem ég hef verið að velta svo mikið fyrir mér og ekki náð að festa fingur á. Hversu takmarkön tungumálsins er mikil þegar að þessu kemur. Á góða vinkonu sem er að ganga í gegnum mikinn missi þessa dagana og mig skortir orð. Finnst ég stöðugt endurtaka mig, og það gerir það að verkum að mér finnst allt svo yfirborðkennt og "hollow" það sem ég segi henni til hughreystingar. Tek fram að mér er sjaldnast orða vant en núna stend ég beinlínis á gati.
Fróðlegt og kærar þakkir
Jenný Anna Baldursdóttir, 3.9.2007 kl. 20:47
...er með meirapróf í þessu neee sem betur fer ekki...
Góð færsla hjá þér.
Marta B Helgadóttir, 3.9.2007 kl. 20:47
Það er alveg óþarfi að tala í felstum tilvikum ef hjartað fylgir með samúðarvottuninni.
Sigurður Þór Guðjónsson, 4.9.2007 kl. 01:27
Það er svo margt sem fólki finnst erfitt að orða, eins og sést t.d. á færslunni þinni. ,,Ég hef orðið vör við að unglingum þykir mjög erfitt að nota þessi orðatiltæki: ég samhryggist þér eða ég votta þér samúð mína." Þetta eru ekkert orðatiltæki.
GK (IP-tala skráð) 4.9.2007 kl. 11:37
Líklega er það rétt hjá þér GK.
Kolbrún Baldursdóttir, 4.9.2007 kl. 11:50
Já Kolbrún maður á bara að taka utan um þann sem sem er búinn að missa. Þetta er góð færsla hjá þér og til umhugsunar.
Kristín Katla Árnadóttir, 4.9.2007 kl. 19:31
Í okkar tungumáli eða öllu heldur í notkunarvenjum okkar á tungumálinu þá er ekki mikið svigrúm fyrir ýmsu sem unglingar myndu kalla væmni. Við sem reyndari erum myndum kalla það umhyggjusemi. Í ensku segir fólk við hvort annað I love you án þess endilega að meina að það sé ástfangið, fullorðið fólk segir oft love fyrir aftan nafn þess ungmennis sem það vill vera elskulegt við (Kolbrún love, will you bring me a vup of tea?), darling, sweetie, og fleiri hlýleg orð í þessum dúr venst fólk á að nota. Við hinsvegar segjum vinan sem er alltaf nokkuð niðrandi finnst mér eða elskan sem er sætt en mörgum finnst það of væmið, svo segjum við elskan mín bara við þá sem við elskum, okkar nánustu. Þurfum við ekki að læra snemma á ævinni að nota þessi hugtök; samúð, sorg, gleði, hamingja? Erum við ekki nokkuð heft að þessu leyti Íslendingar? Hvað finnst þér?
Marta B Helgadóttir, 4.9.2007 kl. 23:55