Nýjustu færslur
- 5.1.2025 Hver vill búa í íbúð þar sem útsýnið er fangelsisveggur?
- 27.11.2024 Þetta finnst mér ósanngjarnt
- 19.11.2024 Hef ekki lent í öðru eins við að koma máli á dagskrá
- 18.11.2024 Máttur samtryggingarinnar
- 16.11.2024 Reynsla sem sálfræðingur rak mig í pólitík
- 14.11.2024 Endurskoða hugmyndir um bílastæðahús- fjölnotahús, skoða þarf...
- 11.11.2024 Ef byggja á í grónum hverfum gengur ekki að vera með einhvern...
- 2.11.2024 Of mikið af kærum
- 2.10.2024 Upplýsingaóreiða bílastæðakjallara og húsa, einkarekin eða bo...
- 1.10.2024 Íbúar hafa lengi verið að kalla eftir auknu umferðaröryggi vi...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Helgi Seljan
- ADHD
- Ágúst H Bjarnason
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés.si
- Andri Heiðar Kristinsson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Ásta Möller
- Ásta Kristín Norrman
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Benedikt Halldórsson
- Bleika Eldingin
- Bwahahaha...
- Bragi Þór Thoroddsen
- Bryndís Haraldsdóttir
- Charles Robert Onken
- Dögg Pálsdóttir
- Dúa
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Viðar Eggertsson
- Einar G. Harðarson
- Einar Kristinn Guðfinnsson
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Erla Ósk Ásgeirsdóttir
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Karl Gauti Hjaltason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Gúnna
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Guðjón Bergmann
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Guðrún Pálína Karlsdóttir
- Gulli litli
- Gunnar Gunnarsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Handtöskuserían
- Hanna
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haraldur Haraldsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helga Lára Haarde
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Kristín Einarsdóttir
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Hulda Dagrún Grímsdóttir
- Óskar Arnórsson
- Húsfreyja
- Snorri Bergz
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- íd
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Sigurður Einarsson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Jón Magnússon
- Jón Þór Ólafsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Kristín Katla Árnadóttir
- Killer Joe
- Kjartan Jónsson
- Sólveig Klara Káradóttir
- Magnús Paul Korntop
- Kristín Ástgeirsdóttir
- Bjarki Steingrímsson
- Lífsýn fræðsla og forvarnir
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Linda Lea Bogadóttir
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Lýður Pálsson
- Mafía-- Linda Róberts.
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Mál 214
- Alfreð Símonarson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Marta B Helgadóttir
- Methúsalem Þórisson
- mongoqueen
- Morgunblaðið
- Steinar Immanúel Sörensson
- Gísli Tryggvason
- Ólafur Örn Nielsen
- Jón Svavarsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ólafur Th Skúlason
- Ómar Ragnarsson
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Perla
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Helgi Kristófersson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Katrín
- Sigmar Guðmundsson
- Sigríður Gunnarsdóttir
- Sigurður Rúnar Sæmundsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigríður Jónsdóttir
- Birgir R.
- Hreiðar Eiríksson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefana Gunnlaug Karlsdóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Þorsteinn Briem
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Jóhann Pétur
- Sunna Dóra Möller
- superhúsfrú
- Johann Trast Palmason
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þorsteinn Magnússon
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Vefritid
- Vertu með á nótunum
- Vilborg G. Hansen
- Elsabet Sigurðardóttir
- Kjartan Magnússon
- Kristján P. Gudmundsson
- Loftslag.is
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Skúmaskot tilverunnar
- Stefán Júlíusson
Áhuga er sjaldnast hægt að kaupa.
5.9.2007 | 11:39
Stöðugar fregnir berast af manneklu á stofnunum og skort á fólki í hinum ýmsu aðhlynningarstörfum.
Skortur er á fólki til starfa á leikskólum, í grunnskólum og í Lögregluna svo fátt eitt sé nefnt.
Áður var þessi starfsmannaskortur einna helst áberandi í aðhlynningarstörfum en nú er þetta vandamál gegnum gangandi innan þjónustugeirans svo sem í verslunarstörfum og öðrum álagsmiklum þjónustustörfum
Þetta segir okkur svo sannarlega að það er ekki atvinnuleysi í þessu landi.
Íslendingar eru hins vegar orðnir vandfýsnari á hvað þeir taka sér fyrir hendur og þeir geta leyft sér að vera það enda valmöguleikarnir margir. Íslendingar, alla vega fjölmargir eru alveg hættir að vilja þessi störf. Nóg er af fólkinu en svo virðist sem lungað af mannskapnum hefur fundið sér eitthvað annað að gera sem þeim finnst meira verðugt að hvort sem það er að fara í nám eða vinna annars konar störf.
Vítahringur.
Mannekla á leikskólum veldur því að ekki er hægt að taka börn inn á leikskólana sem síðan hefur þau áhrif að foreldrar komast ekki til vinnu eða í skólann nema með aðstoð frá fjölskyldu eða vina.
Og lausnin?
Svarið hlýtur að vera bætt kjör fyrst og fremst. Þó er ekki þar með sagt að það dugi til nema að um verulegar launahækkanir verði að ræða. Jafnvel þótt kjörin yrðu bætt svo um munar er ekki þar með sagt að vandamálið verði úr sögunni því áhuginn er einfaldlega ekki lengur til staðar.
Áhuga er nefnilega sjaldnast hægt að kaupa.
Vandinn ef vanda skyldi kalla er að gildismat landans hefur breyst. Áhugi, viðhorf og væntingar til atvinnuvals og almennt séð hvernig við viljum verja tíma okkar hefur breyst samhliða öðrum þjóðfélagsbreytingum.
Það sem bjargar okkur nú er að innflytjendur og annað fólk sem er af erlendu bergi brotið og býr hér til langs eða skamms tíma hefur tekið að sér að sinna þessum láglauna,- álagsstörfum.
Í ljósi þess að þetta eru láglaunastörf sem Íslendingar vilja helst ekki sinna hvort sem það er vegna launanna eða einhvers annars þá má telja víst að um neyðarástand væri að ræða hér nytum við ekki erlends vinnuafls.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:44 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Tenglar
Mínir tenglar
- Í þínum sporum. Höldum saman gegn einelti og kynferðislegri áreitni Verkfærakista við úrvinnslu eineltismála. Frjáls og frír aðgangur
- Heimasíða Kolbrúnar Baldursdóttur Sálfræðistofan, greinar og námskeið
Apríl 2025
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Af mbl.is
Nýjustu færslurnar
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkjanna á miðvikudag -- hafi knúið Trump til að fresta heimskreppu og kreppu í Bandaríkjunum: 3 mánuði!!!
- Ranghugmynd dagsins - 20250410
- Ríkisstjórnin og skattalegur feluleikur
- Manchester United koma svo!
- Um harmleik samtímans
- Hvað er hægri öfgahyggja?
- Milljarðar evra
- Hús dagsins: Aðalstræti 66a; Smiðjan
- Hræsni Viðreisnar ráðherra að svara í frösum
- -áttahundruðogátjan-
Athugasemdir
Þetta er bara staðreynd. Margir byrja í þessum störfum og hætta svo eftir fyrstu útborgun. Þetta eru ekki auðveld störf og launin í engu samræmi. Það er ekki til að efla áhugann með smá bitlingum. Það þarf gagngera hugafarsbreytingu til.
Þegar við teljum okkur þurfa þess við viljum við fyrsta flokks umönnun fyrir okkur, börn okkar og nákomna. En þegar kemur að því að launa það er annað uppi.
Spurning um að selja út löggæsluna líka? Nóg af atvinnulausum hermönnum og illa launuðum í fyrrum sovét...
Að öllu gamni slepptu er margt um erlenda starfsmenn í þessum störfum og í raun ekkert nema gott um það að segja.
vcd
Bragi Þór Thoroddsen, 5.9.2007 kl. 13:52
Þetta er mjög góð færsla hjá þér kolbrún.
Kristín Katla Árnadóttir, 5.9.2007 kl. 20:06
Ég held að vandinn liggi líka í því að við virðum þessi störf ekki nægilega. Launin endurspegla eingöngu það viðhorf samfélagsins að aðeins þeir sem ekki fái neitt betra vinni uppeldis- og umönnunarstörf. Segir ekki einhvers staðar: Þeir sem geta gera þeir sem geta ekki kenna.
Steingerður Steinarsdóttir, 6.9.2007 kl. 16:32
Þetta er góður pistill og segir allan sannleikann. Þegar atvinnuleysi var í landinu þá var ástandið betra í þessum málum, ekki vill maður nú óska atvinnuleysis til að fólk fáist í störfin því ekki batna laun þeirra lægst launuðu við það. Hér þarf hugarfarsbreytingu, sem ég er samt hrædd um að sé ekki væntanleg í nánustu framtíð.
Ásdís Sigurðardóttir, 7.9.2007 kl. 17:29
Já það leysir ekki vandann að erlent fólk vinni hér á lægstu töxtum. Jafnvel svo að talað er um þrælahald. Ekki gott mál. Ég veit ekki hvað er til ráða, svei mér þá.
Ég hitti ísfirðing um daginn, sem kom í heimsókn en hún býr í Danmörku, hún var svekkt yfir því að hvar sem hún kom á veitingahús eða jafnvel búðir þá var yfirgnæfandi fjöldi starfsmanna ekki talandi á íslenska tungu. Ég á ekki að þurfa að tjá mig á ensku, pólsku eða tailensku þegar ég kem heim og ætla að fá þjónustu einhversstaðar, sagði hún við mig. Og þetta er alveg hárrétt. Við eigum ekki að sætta okkur við að geta ekki notað okkar eigin tungumál. Það er lágmark að fólk sem vinnur í þjónustugeiranum geti talað okkar ylhýra tungumál, enda er það betra líka fyrir það sjálft til að aðlagast betur þjóðfélaginu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.9.2007 kl. 01:09
Mig langar til að taka undir með Steingerði hérna.
Marta B Helgadóttir, 8.9.2007 kl. 12:20