Menn eru teknir af lífi segir knattspyrnudómari

Garðar Örn Hinriksson, dómari óttast um öryggi sitt og teystir sér ekki lengur til að ganga um götur miðbæjarins af ótta við að verða fyrir áreiti.

Ekki renndi mig í grun að menn gengju svo langt sem lýst er.  Ef dómari hyggst hætta, leggja flautuna á hilluna sökum ofbeldis sem hann upplifir í starfi sínu sem knattspyrnudómari, hljóta þeir sem viðhafa slíka hegðun að hafa illilega misst stjórn á sjálfum sér í hita leiksins.
Slíkur er æsingurinn, orðbragð og dónaleg framkoma að talað er  um að "menn séu teknir af lífi".

Enginn, hvorki dómari né nokkur annar á að þurfa að sætta sig við slíka framkomu í sinn garð. Vissulega þarf að veita ákveðið svigrúm til að fólk geti tjáð óánægju, pirring og mótmæli sín sérstaklega þar sem tilfinningarlegar upplifanir og álitamál eru upp á borðum. Vettvangur þar sem menn tjá sig oft af hörku, deila, þrasa og takast á bæði um menn og málefni er víða. Það eru t.d. dómsalir, íþróttavellir þar sem keppni fer fram, Alþingi og hjá Ríkissáttasemjara svo fá dæmi séu nefnd.

En leyfir fólk sér að kasta skít, hóta og úthúða hver öðrum þannig að sá sem fyrir því verður finnur til ótta um eigið líf í slíkum mæli að hann finnst hann ekki geta farið ferða sinna óhultur? Það hljóta að vera einhver takmörk fyrir hversu langt menn leyfa sér að ganga í að ausa hvern annan aur og hóta?
´
Á þetta kannski bara við um knattspyrnudómara?  Ég hef ekki heyrt alþingismenn, héraðs,- eða Hæstaréttardómara kvarta yfir því að þurfa að óttast um öryggi sitt.

Ég fagna því að Garðar skuli ræða þetta svo opinskátt sem hann gerir. Mér finnst að við eigum að styðja við bakið á honum og öllum öðrum sem þola ofbeldi af hvaða tagi sem er, hvort sem í starfi eða einkalífi. Að finnast hann þurfa að flýja starf sitt og að hann óttist um öryggi sitt á götum Reykjavíkur vegna neikvæðrar framkomu, áreitis eða hótana er óásættanlegt og eitthvað sem við eigum ekki að sætta okkur við að viðgangist í okkar samfélagi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Mér finnst þetta algjörlega óviðunandi. Að knattspyrnar sé á svona lágu plani er óþolandi, fólk verður að haga sér af einhverju viti og ekki er hægt að klína öllu á hita leiksins.  Ekki frekar en drukkið fólk geti afsakað allt, vegna þess að það var drukkið.  Meiri umræða er eitthvað sem þarf að hafa í frammi.

Ásdís Sigurðardóttir, 3.7.2008 kl. 20:56

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég er á sama máli og Ásdís og þú Kolbrún mín.

Kær kveðja.

Kristín Katla Árnadóttir, 5.7.2008 kl. 16:10

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband