Ekkert sjónvarp á fimmtudögum og enginn Moggi á mánudögum

Öllu starfsfólki Skjásins hefur verið sagt upp.  Ástæðuna segir framkvæmdarstjórinn vera m.a. samdráttur á auglýsingamarkaði sem gerir sjálfstæðum sjónvarpsstöðvum illfært að keppa við ríkisrekna sjónvarpsstöð.

Erum við nokkuð að snúa aftur til fortíðar þegar aðeins ein sjónvarpsstöð var til sem gat ekki sent út öll kvöld vikunnar og þegar aðeins eitt dagblað var gefið út en þó ekki á mánudögum?

Þrátt fyrir hina erfiðu stöðu í samfélaginu verðum við umfram allt að halda í einhverja samkeppni. Ekki má hygla einu fyrirtækinu með ríkisstyrkjum á meðan hitt hefur fátt annað að treysta á en Guð og góðan vilja.

Nú gengur ekki að eiga eitthvert eitt dekurbarn hvað þetta varðar. Við verðum að halda opnum einhverjum valmöguleikum fyrir almenning. Það að geta valið skiptir sköpum ef halda á úti heilbrigðu og sanngjörnu þjóðfélagsumhverfi með vott af frelsisívafi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Það er svo, að einn flötur gleymist afar oft.

Það eru heimili, sem ekki eru með Stöð 2 og eru á þannig svæðum, að ekki næst í útsendingar Skjásins.

Ég tel það grunnkröfu þessa fólk, að þau fái þær UPPLÝSINGAR  sem auglýsingar eru oft og hafa áhrif á afkomu heimila, með einum eða öðrum hætti.

Því tel ég ólíðandi með öllu, að RUV verði sett út af auglýsingarmarkaðinum.

Hinnsvegar skil ég afstöðu þeirra sem eru að keppa við RUV og hyg ég, að afsláttarkjörin sem bjóða má, vera svona einum of, ef marka má umræðurnar í gærkveldi.

Menn mega ekki lít framhjá upplýsingagildi auglýsinga og þessvegna HAGS heimila út um allt land, bæði á markaðssvæðunum og einnig þeim hinum, sem ekki ná öðrum útsendingum.

Takk fyrir plássið.

 Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 31.10.2008 kl. 09:46

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband