Ragnheiður Ríkharðsdóttir fékk bágt fyrir...

... hjá sumum, aðrir hrósuðu henni og enn stærri hópur sagði ekki neitt.

Ragnheiður Ríkharðsdóttir ritaði grein í Morgunblaðið í dag sem bar yfirskriftina
Hingað og ekki lengra.

Í henni fjallar hún um efnahagsvandann og ýmislegt honum tengdum þar á meðal mikilvægi þess að seðlabankastjóri og seðlabankaráð víki enda ríki hvorki traust né trúnaður gagnvart þessum aðilum lengur. Í kjölfarið segir hún að hægt verði að byggja upp traust og trúnað á ný, samhliða því að breyta lögum um Seðlabanka Íslands, stjórnskipulag bankans, stöðu og markmið.

Það hlýtur ávalt að vera hróssins vert að stíga fram og segja einlæga skoðun sína á öllum málum. Sá sem finnur þörf á að tjá sannfæringu sína um viðkvæm málefni og veit að það muni falla misvel í kramið hjá vinum og félögum, stendur frammi fyrir því að ákveða:

-hvort  hann eða hún skuli bara þegja og halda skoðunum sínum útaf fyrir sig eða
-hvort þessar skoðanir skuli opinberaðar með þeim afleiðingum sem því kann að fylgja.

Stundum kemur einfaldlega að þeim tímapunkti að viðkomandi getur ekki haldið lengur aftur að sér og finnst hann verða að tala hreint út. Þegar svo er komið er ekki lengur spurning um einhverja rétta tímasetningu heldur upplifir manneskjan að hún sé hreinlega tilbúin að standa og falla með skoðun sinni.

Fyrir þá sem vinna í hópum eða flokkum þar sem lögð er áhersla á hópkennd og að standa saman út á við, getur þetta verið erfitt.  Þarna togast á tveir andstæðir pólar, annars vegar þessi knýjandi þörf að tala hreint út og hins vegar að finnast maður verða að þegja vitandi það að skoðun manns muni valda einhverjum usla verði hún tjáð.

Fólk sem lætur slag standa og tjáir sig með rökum um viðkvæm málefni, hvaða svo sem málefni það er,  er hugað og gegnheilt fólk.

Þetta eru þeir einstaklingar sem eru ekki tilbúnir þegja þunnu hljóði þegar þeim finnst mikið liggja við.  Þegar þeir, undir slíkum kringumstæðum, finna þessa knýjandi þörf, þá taka þeir einmitt afstöðu, taka af skarið og axla síðan á orðum sínum ábyrgð.

Auðvitað er þetta alltaf spurning um hvernig hlutirnir eru sagðir.
Taktík og tímasetning skiptir oft miklu ef ekki öllu máli.

Þó skal haft i huga að mjög margt ef ekki flest, hversu óþægilegt sem það kanna að vera, er hægt að segja með þeim hætti að það skapi litla ólgu eða virki á nokkurn hátt ógnandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Ragnheiður  hefur alltaf verið þannig að segja hreint og beit það sem henni finnst. Flott að hún er ennþá svona þrátt fyrir að vera komin á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn.

Úrsúla Jünemann, 5.11.2008 kl. 12:50

2 Smámynd: Sólveig Hannesdóttir

Gott og styrkjandi að lesa þetta, oft finnst mér þetta vera miklar hetjur sem ganga svona fram, og alltaf er það álag, en ég verð að segja eins og er að ég dáist að Ragnheiði fyrir þetta.  EN auðvitað fær hún bágt fyrir!!!!!!

Sólveig Hannesdóttir, 5.11.2008 kl. 14:15

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband