Ég sé enga međ kryppu.

Ţetta eru orđ barns sem skyldi ekkert í ţví ađ hann sá enga međ kryppu, hafandi hlustađ á allt ţađ krepputal sem tröllríđur öllu ţessa dagana.

Ekki láta ykkur dreyma um ađ ung börn, flest hver, skilji brot af ţeirri umrćđu sem ţau heyra nú í kringum sig hvort heldur á heimilinu eđa í fjölmiđlum.

Ég vil ítreka viđ foreldra ađ gćta orđa sinna ţar sem litlu eyrun eru einhvers stađar í nćsta nágrenni.

Ćskilegt vćri ef foreldrar og forráđamenn könnuđu nú hjá börnum sínum hvar ţau eru stödd í allri ţessari umrćđu t.d. hvađ ţau hafa heyrt, hvort og hvađ ţađ er sem ţau ekki skilja osfrv.

Fjölskyldan er best til ţess fallin ađ fylgjast međ hugrenningum barnanna enda ţótt skólinn komi vissulega sterkt inn líka. Ţađ er sennilegt ađ útskýra ţurfi mörg hugtök sérstaklega fyrir ungum börnum og ítreka viđ ţau ađ ekkert sé ađ óttast hvorki nú né í framtíđinni.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband