Flatkökur úr byggi

Hér kemur uppskrift af flatkökum með byggi.

Malað bygg ca. 60 prósent
Haframjöl ca. 30 prósent
Hveiti ca. 10 prósent 
Salt

Út í þetta er hrært sjóandi vatni og öllu blandað saman, flatt út með hveiti við hönd.
Bygg er sennilega hægt að fá í öllum heilsubúðum t.d. er ein slík á Skólavörustíg.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ummm virkar mjög gott.  

En segðu mér hvernig eldar þú þetta?

Ragnheiður Arna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 13:16

2 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Bara eins og flatkökur, hnoðar, mótar og setur beint á helluna.
Gott að vera úti í bílskúr við þetta og muna svo að pikka í þær með gafli.
Reyndar er maðurinn (þ.e. eiginmaðurinn)  aðalmeistarinn í þessu en það er gott að vera tveir, einn að fletja og hinn að snúa.

Kolbrún Baldursdóttir, 9.12.2008 kl. 13:34

3 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Nei, þú verður að nota hellur, þessar gömlu. Sem sagt ekki hægt að nota pönnukökupönnu.

Kolbrún Baldursdóttir, 10.12.2008 kl. 09:45

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband