Biðlaun úr takt við allan raunveruleika. 1.7 milljón í 12 mánuði

Þetta eru biðlaun forstjóra Fjármálaeftirlitsins og eflaust fleiri sem nú láta að störfum og munu gera næstu daga og vikur.  Fyrir þjóð í kreppu er þetta mikill peningur.

Skyldi einhver af þessum aðilum láta sér detta í hug að afþakka biðlaunin í ljósi þjóðfélagsaðstæðna?

Eða skyldi einhver láta sér til hugar koma að afþakka biðlaunin t.d. vegna þess að þau kunna að stríða gegn þeirra eigin siðferðisvitund?

Sá sem það myndi gera væri maður að meiri.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sjálfsagt að það komi fram að Björgvin afþakkar biðlaun

Magnús (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 10:12

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband