Nýjustu færslur
- 19.11.2024 Hef ekki lent í öðru eins við að koma máli á dagskrá
- 18.11.2024 Máttur samtryggingarinnar
- 16.11.2024 Reynsla sem sálfræðingur rak mig í pólitík
- 14.11.2024 Endurskoða hugmyndir um bílastæðahús- fjölnotahús, skoða þarf...
- 11.11.2024 Ef byggja á í grónum hverfum gengur ekki að vera með einhvern...
- 2.11.2024 Of mikið af kærum
- 2.10.2024 Upplýsingaóreiða bílastæðakjallara og húsa, einkarekin eða bo...
- 1.10.2024 Íbúar hafa lengi verið að kalla eftir auknu umferðaröryggi vi...
- 26.9.2024 Eyðublöð í þúsunda tali við að svara einföldum já/nei spurningum
- 22.8.2024 Bráðavandann í umferðinni verður að leysa
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Helgi Seljan
- ADHD
- Ágúst H Bjarnason
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés.si
- Andri Heiðar Kristinsson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Ásta Möller
- Ásta Kristín Norrman
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Benedikt Halldórsson
- Bleika Eldingin
- Bwahahaha...
- Bragi Þór Thoroddsen
- Bryndís Haraldsdóttir
- Charles Robert Onken
- Dögg Pálsdóttir
- Dúa
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Viðar Eggertsson
- Einar G. Harðarson
- Einar Kristinn Guðfinnsson
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Erla Ósk Ásgeirsdóttir
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Karl Gauti Hjaltason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Gúnna
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Guðjón Bergmann
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Guðrún Pálína Karlsdóttir
- Gulli litli
- Gunnar Gunnarsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Handtöskuserían
- Hanna
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haraldur Haraldsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helga Lára Haarde
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Kristín Einarsdóttir
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Hulda Dagrún Grímsdóttir
- Óskar Arnórsson
- Húsfreyja
- Snorri Bergz
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- íd
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Sigurður Einarsson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Jón Magnússon
- Jón Þór Ólafsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Kristín Katla Árnadóttir
- Killer Joe
- Kjartan Jónsson
- Sólveig Klara Káradóttir
- Magnús Paul Korntop
- Kristín Ástgeirsdóttir
- Bjarki Steingrímsson
- Lífsýn fræðsla og forvarnir
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Linda Lea Bogadóttir
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Lýður Pálsson
- Mafía-- Linda Róberts.
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Mál 214
- Alfreð Símonarson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Marta B Helgadóttir
- Methúsalem Þórisson
- mongoqueen
- Morgunblaðið
- Steinar Immanúel Sörensson
- Gísli Tryggvason
- Ólafur Örn Nielsen
- Jón Svavarsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ólafur Th Skúlason
- Ómar Ragnarsson
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Perla
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Helgi Kristófersson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Katrín
- Sigmar Guðmundsson
- Sigríður Gunnarsdóttir
- Sigurður Rúnar Sæmundsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigríður Jónsdóttir
- Birgir R.
- Hreiðar Eiríksson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefana Gunnlaug Karlsdóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Þorsteinn Briem
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Jóhann Pétur
- Sunna Dóra Möller
- superhúsfrú
- Johann Trast Palmason
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þorsteinn Magnússon
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Vefritid
- Vertu með á nótunum
- Vilborg G. Hansen
- Elsabet Sigurðardóttir
- Kjartan Magnússon
- Kristján P. Gudmundsson
- Loftslag.is
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Skúmaskot tilverunnar
- Stefán Júlíusson
Ákveðin útfærsla persónukjörs gæti verið fýsilegur kostur.
29.1.2009 | 15:11
Það eru miklar líkur á að fyrir dyrum séu einhverjar breytingar er viðkoma vali á fulltrúum til að gegna þingmennsku. Sem dæmi þá hugnast mörgum sú breyting að geta kosið menn en ekki flokka. Þannig geti einstaka þingmenn fylgt frekar sinni samvisku og sannfæringu í stefnumálum.
Persónukjör í formi óraðaðs lista sem flokkarnir leggðu fram gæti verið fýsilegur kostur.
Hitt er hvort kjósa eigi persónur óháð flokkum. Til greina kemur auðvitað að flokkar geti boðið fram lista sem er óraðaður og sé það þá í valdi kjósandans að velja þá aðila á listanum sem hann vill setja efsta. Einnig gæti maður hugsað sér hvort sem listinn er raðaður eða óraðaður að kjósandanum sé það í sjálfsvald sett hvort hann merki við einn eða þrjá ef því er að skipta. Þess vegna gæti hann valið einn frambjóðanda og látið þar við sitja.
Kosningarkerfi er eflaust hægt að breyta með ýmsum hætti, bæði á flókinn máta og einfaldan. Ein útfærslan er að hafa einhvers konar einstaklingsframboð þannig að atkvæði kjósandans þurfi ekki að tilheyra neinum flokki heldur einungis persónu. Þessi aðferð held ég að sé sjaldgæf ef nokkurs staðar viðhöfð enda illa farið með atkvæðið. Þeir sem mæla fyrir því að hægt yrði að merkja við nöfn óháð listum segja að aðeins þannig sé hægt að kjósa menn eftir málefnum og með þessum hætti séu skýrari tengsl milli loforða og ábyrgðar.
Á þessu sem öðru eru margar hliðar, mörg sjónarhorn og vinklar. Því er um að gera að ræða þetta í bak og fyrir.Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:18 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Tenglar
Mínir tenglar
- Í þínum sporum. Höldum saman gegn einelti og kynferðislegri áreitni Verkfærakista við úrvinnslu eineltismála. Frjáls og frír aðgangur
- Heimasíða Kolbrúnar Baldursdóttur Sálfræðistofan, greinar og námskeið
Nóv. 2024
Nýjustu færslurnar
- Reykjavíkurmódelið
- Gerum lífið betra xL
- I Want to Break Free - Óvæntir tónleikar í N-Kóreu.
- Vika í kosningaveðrið
- AÐ SJÁLFSÖGÐU MÁ LEIGJANDINN BORGA LEIGUNA MEÐ REIÐUFÉ...........
- COP29
- Búist er við tímabæru andáti þeirrar gömlu á hverri stundu
- Húsnæðiskostnaður lægri á Íslandi en víða í Evrópu
- Rödd friðar þarf að hljóma skærar
- Svo bregðast krosstré
Athugasemdir
Ég held að það væri klókt að kanna möguleika á einhverri blöndu flokkskosningar og persónukosningar. Vonandi verður einhver tími til þess núna.
Dögg Pálsdóttir, 29.1.2009 kl. 15:20
Ég held það væri farsælast af öllu að fella út allar flokkakosningar, því flokksmaskínurnar eru akkúrat aðalástæður þess að landið er í fjárhagslegri gjörgæslu núna.
Tómas Þráinsson, 29.1.2009 kl. 15:25
Þetta er freistandi kostur. Huga þarf að varamönnum. Veikist stjórnarþingmaður í eins þingmanns ríkistjórn væri óheppilegt að næsti maður inn væri úr stjórnarandstöðu. Kokteillinn gæti þá verið að næsti varamaður inn væri næsti maður af lista þess sem forfallast. Gæði þess að flokkar hverfi ekki af sjónarsviðinu er augljóslega enn til staðar.
Áður en að umræðan týnist í lofræðum grassins hinu megin við lækinn, þá væri vert að fá útlistun á kostum og göllum þessa hjá öðrum löndum...jafnvel læra af mistökum þeirra.
Haraldur Baldursson, 29.1.2009 kl. 19:29
Það er engin tilviljun að stjórnmálaflokkar eru við lýði hjá vel flestum lýðræðisþjóðum, ef ekki öllum. Hér á landi eru flokkarnir almennt ákaflega lýðræðislegir. Þeir standa (oftast) fyrir ákveðnum málum og smætta á ákveðinn hátt hið fjölbreytta pólitíska landslag fyrir kjósendur. Þannig er til dæmis auðveldara að refsa eða umbuna hegðum fjögurra eða fimm flokka, heldur en að setja sig inn í málflutning 63 einstaklinga sem eru hver með sína prívat stefnu. Fyrir utan náttúrulega að það væri ekki hlaupið að því að átta sig á 63 ólíkum stefnumálum fyrir kosningar. Hætt er við að valið yrði á stundum tilviljanakennt. Svo er auðvitað unnið heilmikið (ólaunað) starf inn í flokkunum sem sparar skattgreiðendum örugglega einhverjar fjárhæðir. Um þetta eru til margir hillumetrar af fræðum, en ég impra bara á þessum atriðum og svo er hægt að diskútera það eftir þörfum.
Hvað varðar óraða lista þá held ég að það væri höfuðverkur fyrir marga að raða upp þeim lista; af hverju á þessi að vera í sjötta sæti en ekki sjöunda og öfugt. Auk þess þyrfti líklega meira en einn kjördag dag til að fá hvern og einn kjósanda til að stilla upp lista heils stjórnmálaflokks í kjörklefanum. En það er kannski aukaatriði.
Best er að láta flokkana bera ábyrgð á þeim listum sem þeir leggja fram. Þar með er tryggt að þeir bjóði fram sína bestu "vörur", ella finna þeir fyrir því þegar talið er upp úr kössunum.
Leitum ekki langt yfir skammt og hengjum ekki bakaraflokkana fyrir seðlabankasmiðinn ;)
Þór Steinarsson (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 23:50