Helsti styrkleiki sérhvers stjórnmálaflokks

Velferðarmál í brennidepli er frétt sem ber að fagna.

Fólk sem stafar að velferðarmálum landans fagnar án efa þeirri frétt að leggja eigi áherslu á velferðarmálin. Velferðarmál hafa verið í brennidepli með einum eða öðrum hætti en vegna erfiðra aðstæðna í samfélaginu núna er gríðarlega mikilvægt að á þau verði lögð sérstök áhersla.

Stefnuskrá flestra flokka tekur á þessum málaflokki enda þótt þau fái mismikið í rými á hverjum tíma.

Til að öllum málasviðum sé sinnt er það óumdeilanlegur styrkleiki sérhvers stjórnmálaflokks að hafa að skipa breiðum hópi, manna og kvenna sem lagt geta lóð á vogarskálar ólíkra málaflokka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Algerlega sammála þér Kolbrún því velferðarmálin eru svo miklu meira en bara sjúkrahús heldur almenn líkamleg og andleg vellíðan.

Finnur Bárðarson, 30.1.2009 kl. 18:26

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband