Tvísýnt um Tónlistarhúsið

Óvís er hvort hægt verði að ljúka byggingu Tónlistar- og ráðstefnuhúss nú í kjölfar efnahagshruns.

Kannski er það óraunhæft að halda að hægt sé að LJÚKA byggingu þess en óskandi er að hægt verði að halda eitthvað áfram með það og loka því þannig að það liggi ekki undir skemmdum. 

Búið er að setja í bygginguna 10 milljarða, eða tæpan helming þess sem áætlað er að það kosti. Að láta þetta standa opið fyrir veðri og vindum og drabbast niður væri sóun á þessu fé. Ef látið standa næstu misseri á því byggingarstigi sem það er á núna ereinnig af því mikil sjónmengun.

Björgunaraðgerðir þyrftu að miðast í það minnsta við að ganga þannig frá húsinu að það liggi ekki undir skemmdum og væri þokkalegt á að líta þar sem það stendur í hjarta borgarinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Menntamálaráðherrann nýji er fylgjandi og mér fannst hún nokkuð bartsýn

Hólmfríður Bjarnadóttir, 5.2.2009 kl. 01:11

2 Smámynd: Sigurður Rúnar Sæmundsson

Ef við förum niður á bryggju hjá skútufólkinu og horfum í austur, eða þar um bil, sjáum við fleiri minnisvarða auðhyggjunnar. Við sjáum tónlistarhúsið tilvonandi, turna við Skúlagötu og Borgartún.

Ég held við ættum að láta þetta standa óbreytt, til minningar um mistök.

Sigurður Rúnar Sæmundsson, 7.2.2009 kl. 17:14

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband