Tillaga Framsóknar um niðurfellingu hluta skulda ekki nógu vel ígrunduð

Tillaga Framsóknar um að fella niður tuttugu prósent af skuldum landsmanna er samkvæmt Þórólfi Matthíassyni hagfræðingi ekki nógu vel ígrunduð. Eins og hann orðar það þá er með þessu verið að færa fé frá þeim tekjulægri yfir til þeirra tekjuhærri. Fyrir hrunið voru það þeir tekjuhæstu/tekjuhærri sem skulduðu meira en þeir sem voru með lægri tekjur. 

Dæmi, ef þessi tillaga næði fram að ganga þá myndi sá sem skuldar 500 milljónir fá 100 milljónir niðurfelldar á meðan sá sem skuldaði 5 milljónir fengi eina milljón niðurfellda. Sá sem skuldar ekki neitt greiðir skatta til Ríkisins sem tekur á sig að greiða þetta.  Ef eitthvað á að fella niður kemur það í hlut einhvers annars að greiða það. 

Hrói Höttur með öfugum formerkjum sagði sérfræðingurinn um þessa aðgerð yrði hún að veruleika.

Eitthvað þarf greinilega að skoða þetta betur og vonandi kemur hugmynd að lausn sem er sanngjörn og framkvæmanleg. En hvort sú lausn felur í sér niðurfellingu eða að létta með einhverjum hætt enn frekar  á greiðslubyrðinni á eftir að koma í ljós.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallur Magnússon

Ég myndi ekki taka allt sem kemur frá Þórólfi sem heilagan sannleik - ´þótt oft á tíðum sé hann með vel ígrunduð og vel rökstudd innlegg í umræðuna.

Hef því miður oftar en einu sinni þurft að leiðrétta rangfærslur hans varðandi íbúðalán og Íbúðalánasjóð - reyndar tvisvar sömu vitleysuna þar sem óyggjandi er að hann fór með rangt mál.

En yfir að "öfuga" Hróa hetti - eins og hann kallar það.

Vandmálið í röksemdarfærslu Þórólfs er það eru ekki íslenskir skattgreiðendur sem greiða niðurfærsluna - það er meira að segja búið að færa íbúðalán bankanna niður um 50% þegar. Það eru kröfuhafarnir sem tapa þessum peningum - þeir lenda ekki á skattgreiðendum.

Þá má heldur ekki gleyma því að ef einhver hluti lendir á skattgreiðendum - þá eru það þeir sem hafa hærri tekjurnar sem munu greiða stærri hlut af þeim skatti en þeir sem eru með lægri tekjurnar.

Það væri því ekki verið að færa neitt frá þeim fátækari til hinna ríku. Svo einfalt er það.

Það er dálítið sorglegt þegar fræðimenn missa sig frá fræðunum yfir í pólitíkina - en það virðist dálítið um það þessa dagana.

Hallur Magnússon, 1.3.2009 kl. 20:13

2 Smámynd: Hallur Magnússon

PS.  Gaman að sjá þig í prófkjöri Sjálfstæðismanna!  Flokknum veitir ekki af nýju blóði í forystuna eftir mistök núverandi forystu.

Hallur Magnússon, 1.3.2009 kl. 20:15

3 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Já Hallur minn, við skulum ekki gleyma að flokkarnir okkar voru saman í ríkisstjórn í á annan áratug. 
Mistök voru gerð og það mörg á þessum árum.

Ég vil að horft sé á það með gagnrýnu hugarfari. Að varpa frá sér ábyrgð hefur aldrei skilað sér neitt. Fortíðinni verður ekki breytt en yfir hana er ekki hægt að setja pennastrik og láta sem ekkert sé.

Gangi þér sömuleiðis vel

Kolbrún Baldursdóttir, 1.3.2009 kl. 20:28

4 Smámynd: Einar Þór Strand

Að færa ekki niður húsnæðislánin er að lágmarka tap þeirra sem voru að gambla.  Varðandi skoðanir hagfræðinga á málinu þá má ekki gleyma að þeir eru að verja sinn status og það kerfi sem þeir tóku þátt í að byggja upp og var reist á fölskum forsendum það er þeim að ég gæti tekið út úr kerfinu arð, arð sem átti að verða til úr engu.

Einar Þór Strand, 2.3.2009 kl. 05:32

5 identicon

Gangi þér vel Kolbrún. Tek undir efasemdir þínar. Pétur Gunnarsson kallaði þetta hrægammakapitalisma. Hallur sannfærir mig ekki enda er þetta tillaga um flata niðurfellingu. Jafnaðarmennskan á að vera í fyrirrúmi. Annars kveðjur til allra sem reyna sig í prófkjörum. Þeir eru að taka þátt í uppbyggistarfinu.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 13:05

6 Smámynd: Halla Rut

Það eina sem sanngjarnt væri fyrir alla er að taka verðtrygginguna úr sambandi.

Menn segja það vera svo "vont" fyrir lífeyrissjóðina en um leið gleyma menn að húsnæði fólks er líka lífeyrissjóður og ekki síður mikilvægur en sjóðurinn sjálfur.

Halla Rut , 2.3.2009 kl. 16:33

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband