Afsökunarbeiðnir

Það er gott að geta beðist afsökunar, það geta alls ekki allir. Stundum er engin krafa um afsökunarbeiðni en einstaklingur getur fundið það í hjarta sínu að hann eigi að gera það, finnist honum hann hafa gert mistök, gert eitthvað á hlut annars.

Nú eru afsökunarbeiðnir, frá ráðamönnum sem finnst þeir eiga sinn þátt í andvaraleysi sem þingmenn þjóðarinnar, farnar að birtast.

Stundum eru mál þannig að afsökunarbeiðni er krafist og viðkomandi einstaklingur eða hópur ákveður að biðjast afsökunar jafnvel þótt hann finni það ekki endilega í hjarta sínu að honum beri að gera það en vill samt sem áður gera það til að svara kalli þeirra sem finnst á sér brotið.

Það að fullorðið fólk geti beðið afsökunar, hvort heldur þjóðina, vini, maka eða börn sín allt eftir eðli málsins, er góður kostur. Foreldrar eiga að geta beðið börn sín afsökunar hafi þau með einhverjum hætti sýnt þeim neikvæða hegðun t.d. skeytt á þeim skapi sínu eða gert eitthvað á hlut barnsins sem því líður illa yfir. Foreldri sem sýnir barni sínu að það er ekki hafið yfir að geta beðið afsökunar er góð fyrirmynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband