Tvćr spurningar

Ţađ er mikiđ talađ og ekki ćtla ég ađ vanmeta ţađ sem gert hefur veriđ síđustu mánuđi í ţágu fjölskyldufólks ţótt endalaust megi deila um hvort framkvćmt hafi veriđ nógu hratt og nógu mikiđ. Mér er jafnframt umhugađ um ađ framkvćmdir séu samrćmdar og vel sé fariđ međ fé skattborgara. Međ öđrum orđum velti ég ţví fyrir mér hvort ţađ sé ekki alveg á hreinu ađ hćgri höndin viti hvađ sú vinstri er ađ gera og öfugt?

Ég sendi í dag starfsmanni félagsmálaráđuneytisins sem hefur ađ gera međ ţennan málaflokk skeyti ţar sem ég spyr um tvennt:

1. Upplýsingar um starfshópa/nefndir (innan ráđuneytana) sem hafa veriđ settar á laggirnar til ađ fylgjast međ hag barnafjölskyldna í kreppunni og sem t.d. er ćtlađ ađ komi međ tillögur um hvernig bregđast skuli viđ vanda fjölskyldna vegna efnahagsástandsins. 

2.  Hvert á ađ vísa foreldrum sem hafa vegna fjárhagserfiđleika t.d. ekki lengur efni á ađ leyfa barni sínu (börnum) ađ stunda áfram tómstundir/íţróttir?

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband