www.sammala.is

Ég er sammála um að sækja eigi um aðild að ESB og að ganga eigi frá samningi þar sem heildarhagsmunir þjóðarinnar eru hafðir að leiðarljósi.

Ég vil að um þann samning verði rætt á opinn, upplýsandi og fordómalausan máta og hann síðan borinn undir þjóðina í atkvæðagreiðslu til samþykktar eða synjunar.

Þess vegna hef ég skráð mig á www.sammala.is

Telji ég að innihald aðildarsamningsins muni ekki þjóna heildarhagsmunum íslensku þjóðarinnar mun ég ekki hika við að greiða atkvæði gegn honum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála þér.

Gaman að sjá þarna nöfn sem fara þvert á flokkadrætti. Magnað framtak sem gefur manni um leið smá von.

Kv. Sigmar

Sigmar S. (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 10:13

2 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Sammála!

Ég er alveg hissa hversu margir sjálfstæðismenn eru hlynntir ESB aðildarviðræðum!

Ég vil einmitt líkt og þú fara í viðræður og mun ekki hika við að hafna aðildarsamsamningi ef ekki næst viðunandi niðurstaða fyrir sjávarútveginn og landbúnaðinn.

Ég hef reyndar mesta trú á að slík niðurstaða náist!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 21.4.2009 kl. 15:48

3 identicon

Sammála. Er að vísu ekki eins bjartsýnn og Guðbjörn.

Efa áhuga og vilja ESB um að gefa eftir kröfum Íslands. Eins efast ég mjög um getu íslenskra stjórnmálamanna til að semja við ESB.

Það er hins vegar auðveld lausn á því- ef ég tel samninginn ekki góðan þá segi ég nei í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Hans (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 16:46

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband