Síðan hvenær hefur þurft að kjósa um það hvort ræða megi saman?

Ég óttast mjög að sú málamiðlunarleið Samfylkingar og VG í Evrópusambandságreiningnum verði á þá leið að VG knýi fram að farið verði í þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort fara eigi í viðræður. 

Komi sú staða upp sé ég fyrir mér sérkennilega atburðarás fara af stað. Tvær fylkingar, með og á móti, munu með öllum ráðum og þá ekki endilega með málefnalegum hætti, keppast um að sannfæra aðra um annars vegar kosti þess að fara í viðræður með það fyrir augum að sækja um aðild og hins vegar hversu áhættusamt það er að tala við ESB og galla þess að sækja um aðild. 

Fyrir þá sem hafa undanfarin ár látið sér þessa umræðu í léttu rúmi liggja munu e.t.v. varla vita í hvort fótinn þeir eiga að stíga þegar áróðursmeistarar með og á móti byrja að lobbýera. Þeir sem hafa bitið það í sig að vilja ekki kanna þennan möguleika af því að þeir telja sig vita hvað í honum felst þótt þeir hafi e.t.v. aldrei kynnt sér það,  munu láta einskis ófreistað við að sannfæra mann og annan um skaðræði þess að ganga til viðræðna við ESB
  

Verði niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort eigi að ganga til viðræðna á þann veg að ekki verði tekið það skref, fær þjóðin ekki að vita hvernig samningsplaggið við ESB gæti litið út í reynd. 


H
var stöndum við þá. Allir þeir fjölmörgu sem vilja viðræður, vilja kanna þetta mál til hlítar, sitja eftir ófullnægðir og óánægðir með að hætt hafi verið við, áður en var byrjað..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róbert Viðar Bjarnason

Um það bil helmingur þjóðarinnar vill þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort Ísland leggur inn umsókn í ESB - er það ekki nóg ástæða til að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu?  Það lá fyrir Alþingi breyting á stjórnarskrá þar sem aðeins 15% þjóðarinnar mundi fá að krefjast  þjóðaratkvæðagreiðslu og þá hefðum við ekki þessa ESB stjórnarkreppu í dag.

Tek það fram að ég mundi líklega kjósa með aðildarumsókn ef samningsmarkið væru skýr og ég væri sammála þeim...

Róbert Viðar Bjarnason, 28.4.2009 kl. 12:58

2 identicon

ESB tekur við umsóknum. Það býður ekki upp á viðræður.

Að stærstum hluta vitum við hvað fellst í aðild. Það sem þrasið stendur um er hvort að það fáist fullnægjandi tryggingar um að við höldum fiskveiðiréttindum og hverskonar sérstöðuviðurkenningu landbúnaðurinn fái.

Það er eðileg krafa að áður en sótt er um aðild þá fari fram undanbragðalaus umræða um allt hitt og því komið á hreint að þjóðin sé tilbúin að samþykkja það. Einnig er það rétt að samningsmarkmið séu kynnt.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 13:02

3 Smámynd: Haraldur Hansson

Það þarf ekki að kjósa um "hvort ræða megi saman".

Það er verið að tala um að sækja lýðræðislegt umboð til þjóðarinnar fyrir því að leggja inn umsókn um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Aðildarviðræður geta ekki hafist fyrr en slík umsókn hefur verið lögð inn og hún er ekki eitthvað grín.

Fólk talar eins og það eigi bara að máta skó! Sjá hvað er í boði (en ekki hvað það kostar). Þetta er formlegur gjörningur fyrir hönd þjóðarinnar og ber að framkvæma í samræmi við það. Það hefur víst reynst okkur nógu dýrkeypt fúskið undanfarin ár.

Haraldur Hansson, 28.4.2009 kl. 13:18

4 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Ég er hér að tala um hugsanlega kröfu VG um atkvæðagreiðslu til að kanna hvort hefja má viðræður, kanna hvort tala má saman. 

Viðræður, verði farið í þær, myndu síðan skila samningsdrögum sem þjóðin tjáir sig síðan um í atkvæðagreiðslu að sjálfsögðu.

Kolbrún Baldursdóttir, 28.4.2009 kl. 13:23

5 Smámynd: Liberal

Að því ógleymdu að við værum með tvo flokka í nýrri ríkisstjórn sem myndu rífa hvorn annan á hol í þessari baráttu.

Er það vænlegt fyrir okkur þegar við, sem þjóð, þurfum að þjappa okkur saman, að hafa 2-3 mánuði í grimmúðlegum bræðravígum innan ríkisstjórnar?

Þessir vinstrimenn eru ótrúlegir og sýna enn eina ferðina að þeir eru ófærir um að taka á erfiðum málum.

Liberal, 28.4.2009 kl. 13:29

6 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Einhvern tímann hefðu menn verið kærðir fyrir landráð fyrir það að ræða við höfðingja annarra landa um að taka yfir stjórn á landi viðkomandi aðila og leggja lýðræði af við sama tækifæri.

Það er réttlætismál að þjóðin fái að ákveða hvort farið verði í viðræður við ESB, því flestir gera sér grein fyrir því að með inngöngu erum við að leggja niður sjálfstæði okkar og lýðræðislegan rétt okkar.  Að kjósa einn eða tvo á Evrópuþingið þar sem 400 - 500 manns eru fyrir kemur lýðræði okkar ekkert við, þar að auki ræður Evrópuþingið mjög litlu heldur sjá embættismennirnir í Brussel, sem enginn hefur kosið, um allar helstu reglur og lög sem að ESB snýr og hverjir af þeim myndu hafa hagsmuni Íslands í huga þegar um er að ræða öndverða hagsmuni við stærri ríki ESB ?

Nei takk, ég krefst þess að við fáum eitthvað um það að segja!!!

Bestu kveðjur,

Tómas Ibsen Halldórsson, 28.4.2009 kl. 13:36

7 identicon

Kolbrún: Ef þetta væri það sem menn vilja gera þá væri það allt í lagi mín vegna. Það bara er ekki þannig. ESB býður ekki upp á ferli af þeim toga.

Til þess að viðræður geti farið fram þá þarf að leggja inn umsókn um aðild og það er ekkert sem heitir að leggja drög fyrir þjóðaratkvæði. Það er sótt um, samið fyrir luktum dyrum og fullkláraður samningur lagður fyrir þjóðaratkvæði og gengið inn ef hann er samþykktur.

Ég mæli með því að þú kynnir þér bara umsóknarferlið. Allar upplýsingar um það liggja fyrir á síðum ESB.

Það er mikilvægt að ferlið eigi sér opið og lýðræðislegt upphaf þar sem samningsmarkmið sem og aðild að Evrópusambandinu eru kynnt vel fyrir þjóðinni. T.d hálfs árs kynning á löngum, flóknum, fullunnum samningi er ekki nóg.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 13:40

8 Smámynd: Róbert Viðar Bjarnason

Kolbrún - Það eru nánast allir sammála því að fara í viðræður við ESB til að skoða grundvöll fyrir inngöngu Íslands, meira að segja Ragnar Arnalds hjá Heimsýn - en það er ekki sem Samfylking er að tala um.  Ísland þarf að leggja inn formlega umsókn í ESB.

Hér er ferlið í hnotskurn:

1. Ísland leggur inn formlega umsókn um að ganga í ESB.
2. Ráðherraráð ESB þarf að samþykkja umsókn.
3. Búin til er "Accession Treaty" sem útlistir nákvæmlega hvernig Ísland tekur upp alla sameiginlega löggjöf ESB.
4. Eftir að búið er að klára "Accession Treaty" er Ísland orðið formlegt "umsóknarríki".
5. Næst þarf Ísland uppfylla öll svokölluð Kaupmannahafnarskilyrði frá 1993.
6. Ráðherraráð ESB og Evrópuþingið þarf að samþykkja að aðildarviðræður hefjist.
7. Nú fyrst byrja aðildarviðræður þar sem Ísland er einu megin við borðið og fulltrúar allra 27 ESB ríkja hinum megin.
8. Þegar samningur er tilbúin þarf aftur samþykki Ráðherraráðs ESB og Evrópuþings.
9. Næst er tilbúin samningurinn við Ísland sendur til þjóðþinga allra 27 ESB ríkja og þurfa þau öll að samþykkja, ef eitt land mótmælir, þarf að fara aftur á skref 7.
10. Samningurinn er borin undir Íslensku þjóðina, og ég nokkuð viss um að þjóðaratkvæðagreiðsla á þessu stigi er eitt af skilyrðum ESB.

Það virðast margir halda að að umsókn í ESB felist bara í því að senda nokkra til Brussel í kaffi og ræða málin, þetta er ekki svo einfalt.

Það er eðlilegt að þjóðin komi að því að samþykkja samningsmarkmiðin og af þessari ástæðu er ég meðmæltur þjóðaratkvæðagreiðslu um umsókn í ESB.  Ef þetta gerist ekki, og málinu þjösnað í gegn án beins samþykkis þjóðarinnar eru miklar líkur á því að þjóðin felli samningin þegar hann er tilbúin eftir 1-3 ár, eins og Noregur hefur gert tvisvar og fengið mikinn pirring frá ESB fyrir að draga sambandið í gegnum þetta langa og stranga ferli tvisvar...

Róbert Viðar Bjarnason, 28.4.2009 kl. 13:48

9 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Nei, sennilega kallast það ekki drög, tek það út. Ég, eins og fleiri mun segja Nei við þessum samningi telji ég innihaldið skaða mig og þjóð mína.

En að kjósa um hvort megi eða eigi að fara í viðræður getur leitt það af sér að aldrei fáist neitt að vita um hvað svona samningur felur nákvæmlega í sér, alla vega ekki næstu ár/áratug.

Hverju erum við bættari með það??? Þeir sem tjá sig um hvað þeir telji að sé í svona samningi eru engan vegin sammála, það er hver höndin upp á móti annarri í þeim efnum og allir þykjast vita best.

Mér finnst ég fyrir mitt leyti eiga rétt á að fá að sjá það með eigin augum og taka afstöðu í kjölfarið. ÉG VIL FÁ AÐ SJÁ SVONA SAMNING MEÐ EIGIN AUGUM,  SVART Á HVÍTU.

Kolbrún Baldursdóttir, 28.4.2009 kl. 13:50

10 identicon

Hvað með að sýna bara samningsmarkmiðin. Í flestum málum er ekki um neitt að semja og yrði ekki mikið mál að taka þau atriði út úr aðildarsamningum annarra þjóða og kynna þau. Þá eru menn ekki að þrasa um neitt sem engin veitt um með vissu.

Þá fáum við það á hreint í fyrri þjóðaratkvæðagreiðslu hvort að óumsemjanlegu atriðin séu tæk í augum þjóðarinnar, ef þau eru það ekki þá yrði ferðin fýluferð hvort eð er.

Það sem meira er þá gæfi slíkt ferli tækifæri til þess að ræða það í stærra samhengi hvað fellst í að bindast Evrópu með þessum hætti - hvort að við viljum það í raun og veru. Við gætum hvílt okkur á að tala í sífellu um það hvað allt verður frábært með evru eða hvernig Spánverjar myndu ryksuga fiskimiðin og reynt að skoða hvað fellst í því að vera aðili að Evrópusambandinu almennt.

Við erum að tala um að gerast þátttakendur í Evrópusamrunanum að öllu leiti - í gegn um súrt og sætt - og ég held að þjóðin þurfi að gera það upp við sig hvort að hún vill það með öllu sem því fylgir. Ef við förum inn á grundvelli vafasamra efnahagsraka og fyrst og fremst í von um að græða einhver ósköp á því að taka upp evru þá er ég hræddur um að það geti endað með mjög óhamingjusömu hjónabandi.  

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 14:25

11 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Róbert, við kjósum þegar við höfum eitthvað efnilegt að kjósa um. Fyrr þarf ekki að kjósa að mínu mati og margra annarra. 

Áhugavert hvað fáir vilja reifa kostina við að ganga í ESB og má byrja á því að nefna lága vexti og lækkun matvöruverðs ef til kæmi.

Stöðugt er hamrað á göllunum en í augum margra þeirra sem hafa lesið sig til um þessi mál eru kostirnir mýmargir.

Um heildarpakkann munum við síðan kjósa um í þjóðaratkvæðisgreiðslu þegar við getum mátað okkur sem þjóð við kostina annars vegar og gallana hins vegar.

Kolbrún Baldursdóttir, 28.4.2009 kl. 15:18

12 Smámynd: Róbert Viðar Bjarnason

Kolbrún - Það er spuni og blekking sem hefur því miður verið mikið í gangi fyrir kosningar að við vitum ekki efnislega 95% af því sem aðild ESB ber með sér.  Ég bendi á þessa frétt í rétt í þessu.

"Olli Rehn: Íslendingar fá enga sérmeðferð við inngöngu í ESB"

"Evrópusambandið sé mjög opið fyrir aðildarumsókn Íslands, og Ísland eigi heima í Evrópusambandinu. En landið verði að uppfylla öll skilyrði aðildar og gangast undir reglur sambandsins um sjávarútveg. Frávik komi ekki til greina,“ sagði í frétt Ríkisútvarpsins."

http://pressan.is/Frettir/Lesafrett/olli-rehn-islendingar-fa-enga-sermedferd-vid-inngongu-i-esb/

ESB hefur ekki sérsamninga við nein lönd, annars mundi sambandið aldrei halda saman...

Róbert Viðar Bjarnason, 28.4.2009 kl. 16:34

13 Smámynd: Offari

Ég tel það allveg sjálfsagt að kjósa um það hvort við eigum að hefja aðildarviðræður. Þjóðin er klofin í þessu máli og niðurstað slíkra kosninga ættu að slá á þær deilur því ég held að meirihlutii landsmanna sætti sig við lýðræðislega niðurstöðu hvort sem hún sé með eða á móti þeirra skoðun.

Offari, 28.4.2009 kl. 20:11

14 identicon

Róbert, það er ekki rétt að ekki sé gerður sérsamningur við nein lönd. Það er einmitt það sem er gert. Hvert ríki fær samning sem tekur til sérstakra aðstæðna hvers lands fyrir sig.

Ef ég reyni að skýra þetta með dæmi.

Ýmis grundvallaratriði eru tryggð í lögum um kjaramál. Hver starfsstétt getur gert sérsamninga sem tekur til sérstöðu þess tiltekna starfs, sá samningur getur ekki gengið gegn landslögum.

Það sem stöðugt verður skýrara í mínum huga er að stór hluti andstæðinga aðildar misskilja algerlega fyrirbrigðið ESB. Það er ekki ríki það er bandalag. Allt of margir halda að innganga í ESB sé það sama og játast útlendum kóngi, eru uppfullir af þvaðrinu í Jónasi frá Hriflu í Íslandssögu sinni sem var í besta falli ágætur skáldskapur en aldrei raunveruleg saga. Þessi "Íslandssaga" segir æsispenndi og á oft reyfarakenndan hátt hvernig útlendingar eru stöðugt að ásælast Ísland, og báráttuna gegn þeim. Um langan aldur eru hinir illu útlendingar með völdin á Íslandi vegna ístöðuleysis manna sem frekar völdu samning við útlent vald en sjálfstæði.

Í þessum upplogna hugmyndaheimi er stór hluti ef ekki nánast allir andstæðingar ESB aðildar staddir og sjá ríkt samhengi í Gamla sáttmála og ESB aðild.

Davíð Davíðsson (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 07:11

15 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Af hverju spyr enginn hverju við fórnum með inngöngu í ESB?

Það eru rök þæði með og á móti og ég krefst þess að við veltum upp öllum flötum. Þetta trúboð er óþolandi. Mest af fræðigreinum var skrifað fyrir hrun svo nú eru breyttar forsendur sem kalla á breytt mat.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 29.4.2009 kl. 07:18

16 Smámynd: Atli Hermannsson.

Það standa yfir miklar breytingar á CFP. Common Fisheries Policy, stjórnkerfi fiskveiða í Brussel. En fram eru komnar margar tillögur að breytingum á framkvæmdahlið kerfisins. Til dæmis frá Joe Borg framkvæmdastjóra þess efnis að allar miðstýrðar ákvarðanir verði færðar eins og kostur er frá Brussel og sem næst vettvangi. Íslenska fiskveiðilögsagan verður samkvæmt því öll skilgreind sem sérstakt fiskstjórnunarsvæði  – þar sem allar ákvarðanir yrðu teknar hér heima. Svokallaðir fullveldissinnar sem telja sig vita 95% af því sem okkur stendur til boða ættu að fagna þessum breytingatillögum - og færa þær réttu megin.

Gangi breytingarnar eftir - munum við ekki þurfa neinar sérlausnir hvað þá undanþágur frá sjávarútvegsstefnu ESB.

Atli Hermannsson., 29.4.2009 kl. 09:01

17 identicon

Davíð Davíðsson: Ég legg til að þú farir og reynir að finna þér dæmi um varanlegar og samningsbundnar tilslakanir úr umsóknarferlum aðildarríkja ESB frekar en dæmi úr kjarabaráttu.

Þú gætir þurft að leita nokkuð lengi .

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 10:10

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband