Síðustu sjö komnir á Netið

Eftirfarandi þættir Í nærveru sálar eru nú komnir inn á www.inntv.is:

15.06. Leitað í smiðju unglinganna í baráttunni gegn einelti.
Erna Sóley Stefánsdóttir, Karen Carlsson og Sandra Benediktsdóttir.

08.06. Varðhundur borgaranna.
Traustir Fannar Valsson, lektor í stjórnsýslurétti við HÍ.

01.06. Karate. Góð íþrótt, gulli betri.
Sigríður Torfadóttir, Indriði Jónsson og Birkir Jónsson.

25.05. Allt um Vinun, ráðgjafa- og þjónustufyrirtækið.
Gunnhildur Heiða Axelsdóttir, frumkvöðull.

18.05. Sérsveitarhugmyndin kynnt fyrir menntamálaráðherra og fleirum.
Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra, Auður Stefánsdóttir, skrifstofustjóri Menntasviðs, Selma Júlíusdóttir, skólastjóri Lífsskólans og Kristinn Breiðfjörð, formaður Skólastjórafélagsins.

11.05. Einelti gerði mig næstum að fjöldamorðingja.
Viðmælandi kemur ekki fram undir nafni.

04.05. Hvernig tökum við á rafrænu einelti?
Heiða Kristín Harðardóttir og Kristrún Birgisdóttir ræða um rannsókn sína á rafrænu einelti.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon


Embætti umboðsmanns borgarar eða almennings:

Því miður er það staðreynd þeirra er leita réttar síns, hvort heldur til
opinberra stofnana á við Umboðsmanns alþingis eða Persónuverndar, að fólk þarf að vera útskrifað úr lögfræði frá Háskóla Íslands, til að vita hvernig á að skrásetja kærur eða beiðnir, um að tekið sé á málum þess.

Kerfið brýtur niður fólk vegna flókinna ferla og skorts á aðstoð frá fyrsta
degi til þess síðasta. Að leita réttar síns kallar á sérþekkingu og peninga
frammi fyrir dómstólum.

Handleiða þarf fólki í gegnum þennan frumskóg kerfisins. Fólki er vísað frá Pontíusi til Pílatusar. Ráðuneyti, opinberar stofnanir (sveitafélög), vinnustaðir, stéttarfélög og skólar, verja fyrst og fremst sjálfa sig.

Því tel ég brýna þörf á Embætti umboðsmanns borgara, gegn mismunun, sem tekur á þolenda á degi eitt og fylgir honum eftir, þar til mál klárast.

Ég skora á Umboðsmann alþingis að aðstoða fólk á persónulegum nótum, skrá kæruferli niður og fylgja málum eftir og leiðbeina fólki svo í gegnu öll
ferilstig máls, hönd í hönd eða með öðrum orðum að taka hver einstakt mál í "fóstur".

Oft fellur fólk á tíma, vegna þess hve svör berast seint og illa
frá opinberum stofnunum t.d ráðuneytum.

Tímamörk eða frestur til að kæra, finnst mér vera á reiki og ekki nægilegt tillit tekið til alvöru og ,einstakra mála. Það byggi ég á eigin reynslu og ég hlýt að spyrja, hvort sé betra að vera  Jón eða sr.Jón?

Ég þakka þér Kolbrún, kærlega fyrir brýna og þarfa umræðu.

Helga Björk Magnúsd. Grétudóttir, liðsmaður Jerico og Sérsveitarinnar.





 

Helga Björk Magnúsd. Grétudóttir (IP-tala skráð) 21.6.2009 kl. 19:38

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband