Í minningu fallinna eineltisþolenda

Í minningu fallinna eineltisþolenda er grein eftir Ingibjörgu H. Baldursdóttur móður Lárusar heitins en hann, eins og móðir hans skrifar í grein sinni og birt er í Morgunblaðinu í dag, 21. júní,
hafði þurft að þola ofbeldi í sinni ljótu mynd í skóla, ofbeldi sem braut sjálfsmynd hans í mola og fylgdi honum eins og svartur skuggi allt hans líf og felldi hann að lokum.

Í greininni segir Ingibjörg frá því hvernig nafnið á Samtökum foreldra, eineltisbarna og uppkominna þolenda, Liðsmenn Jerico, er tilkomið. Jerico var notendanafn Lárusar á netinu. Það var einmitt á þeim vettvangi sem Lárus mátti m.a. þola aðkast og ljótar og niðurlægjandi athugasemdir.

Ingibjörg segir einnig frá því að 16. júní sl. var kynnt hugmynd að sérsveit/fagteymi á fundi hjá menntamálaráðuneyti með ráðuneytum, stofnunum, samtökum og félögum alls staðar að úr íslensku samfélagi. Sérsveitarhugmyndin hafði áður verið sérstaklega kynnt heilbrigðisráðherra og um hana var einnig rætt við Katrínu Jakobsdóttur, menntamálaráðherra, fulltrúa frá Menntasviði Reykjavíkurborgar og formann Félags Skólastjóra í þættinum Í nærveru sálar þann 18. maí sl.

Nú er að bíða og sjá hvort stjórnvöld og ráðamenn sem hafa með þennan málaflokk að gera taki við sér og þiggi að skoða með okkur sem að hugmyndinni standa þetta úrræði sem hugsað er sem neyðarúrræði í þeim tilvikum þar sem þolandi og aðstandendur fá ekki úrlausn mála sinna í skóla barnsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Að gefnu tilefni, vil ég koma eftirfarandi upplýsingum, á framfæri!

   Ofbeldi birtist í ýmsum birtingarmyndum og sáir sér víða í formi þöggunar og afskipaleysis. Gerandinn eignast “samverkamenn” vegna afstöðuleysis og aðgerðarleysis.

   Fólk velur þægilegu leiðina og heldur að sér höndum. Á meðan fær ofbeldið að dafna.

   Þolandinn situr einn uppi. - Afleiðingin getur valdið félagslegu óöryggi og brotinni sjálfsmynd. 

   Sjaldan nýtur þolandinn réttlátrar meðferðar. Álykta má að margir verði örykjar í kjölfarið.

 Kærleikurinn er ekki fólgin í að draga sig til hlés.

 

 Með vinsemd - Helga Björk Magnúsd. Grétudóttir, liðsmaður Jerico og Sérsveitarinnar.

 

     Með vinsemd, Helga Björk Magnúsd. Grétudóttir

Helga Björk Magnúsd. Grétudóttir (IP-tala skráð) 21.6.2009 kl. 16:06

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Mig langar að biðja alla góða vætti að vera með þeim sem eiga um sárt að binda vegna þeirra sem hafa ekki þolað vonsku heimsins.

þeir sem ekki þola vonsku heimsins eru of heilbrigðir og góðir til að taka þátt í illvirkjum heimsins. það hefur akkúrat ekkert með aðstandendur að gera heldur kerfið sem hefur svikið þessar sálir inn í vondann og gallaðan skólasvikaheim.

Ég virði svo mikið þá sem eru svo þroskaðir að skilja að svona löguðu tekur maður ekki þátt í. Sumir fara í afbrot og rugl en aðrir eru of ábyrgir til þess og velja þá leið að leysa sig og aðstandendur frá svikum læknagreiningar og skólasvikum.

Langar að benda á að þeir vægja sem vitið hafa meira. þeir sem taka líf sitt eru of hreinir í hjarta sínu til að taka þátt í vonsku og græðgiskeppni skóla og eineltislífsins að mínu mati.

það er ekki viðurkennt að þeir sem lenda í einelti þurfa gífurlega hjálp og rétta sjúkdómsgreiningu en ekki fordóma skóla og annara. Foreldrum er oftar en ekki kennt um af svikulu kerfi.

það er kerfið sem hefur svikið í skjóli gróða og eiginhagsmunastefnu skólakerfisins.  þannig sé ég þetta.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 22.6.2009 kl. 22:10

3 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Þakka ykkur fyrir fallega hugsun og orð til stuðnings þolenda eineltis.

Kolbrún Baldursdóttir, 22.6.2009 kl. 22:17

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband