Sumir þingmenn Borgarahreyfingarinnar ættu fyrr en síðar að hasla sér völl í öðrum stjórnmálaflokkum

Borgarahreyfingin hyggst  leggja sig niður og hætta störfum,  segir í heimasíðu þeirra, þegar ákveðnum markmiðum hefur verið náð eða augljóst er að þeim verður ekki náð.

Nú hefur veður skipast þannig í lofti að, a.m.k.  sumir þingmenn Borgarahreyfingarinnar ættu, að mínu mati, að huga að hvort ekki sé rétt að þeir skiptu um flokk og það fyrr en síðar?

Þrír þeirra hafa ákveðið að taka aðra stefnu t.d. hvað varðar aðildarviðræður og umsókn í ESB en lagt var upp með í þeirra stjórnarsáttmála. Aðrir hafa ákveðið að standa við það sem þeir lofuðu kjósendum en það var:

Stefna Borgarahreyfingarinnar í Evrópumálum er að ekki sé hægt að taka afstöðu til málsins nema að undangengnum aðildarviðræðum.  Að þeim loknum mun aðildar samningurinn verða kynntur öllum landsmönnum með beinum kynningum um allt land og með víðtækri umræðu og fjölmiðlaumfjöllum í allt að sex til tólf mánuði ef með þarf.
Að þeirri kynningu lokinni yrði svo samningurinn borinn undir þjóðaratvæði.

Þetta er sérkennileg staða sem komin er upp í einni og sömu hreyfingunni.

Meðal þingmanna Borgarahreyfingarinnar eru ábyrgðarfullir stjórnmálamenn sem eiga e.t.v. framtíð fyrir sér í stjórnmálum. Þeir hinir sömu ættu að huga að stöðu sinni og skoða hvort þeir finni ekki skoðunum sínum og sannfæringu fast (fastara) land undir fótum.

Þjóðin á þing var slagorð hreyfingarinnar sem nú lítur út fyri að vera frekar Geðþótti á þing.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef þetta er rangt hjá þeim í Borgarahreyfingunni  þá er það ekki mikil skaði og jafnvel engin skaði miðað við hvað fjórflokkarnir hafa á samvisksu sinni gagnvart hjá þjóð sinni. Þess vegna segi ég að vondandi fari þingmenn xO ekki að koma sér fyrir í gömlu flokkunum fjórum því það yrði skelfilegt fyrir þróun lýðræðis hér á landi í rétta átt og annað það myndi í tryggja að gamla Ísland yrði áfram gamalt og það eins langt og hægt er að sjá fram í tíman eins og staðan er á Frónu þessa daganna. Ég persónulega vona að það verði lögleg bylting í næstu þingkosningum þannig að það stór sjái á fylgi þeirra gömlu svo mikið að þeir og slíkir flokkar eiga aldrei afturkvæmt í íslenska pólitík.

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 19.7.2009 kl. 20:27

2 identicon

Hugsaðu aðeins Kolbrún Baldursdóttir. Það er alveg hreinlega ÖMURLEGT að horfa upp á þessa vitleysu sem sumir ESB-sinnar eru mala þessa dagana hvað Borgarahreyfinguna varðar. Það sem hann Þráinn Bertelsson gerði er stórkostlega ábyrgðarlaust og hann hafði ekki umboð til þess frá sínum kjósendum. Ég kaus Borgarahreyfinguna. Ég hafna ekki aðildarviðræðum til frambúðar.. Því ég vil fá það á svörtu og hvítu hvort þetta sé þess virði og geta svo kosið um það. En að fara út í þær við þessar aðstæður er hrein og bein geðveiki. Það segir sig sjálft, þú reynir ekki að komast inn í bandalag á sama tíma og tvær þjóðir þess eru í meiriháttar milliríkjadeilu við þig sem er ókláruð og þegar fleiri en ein þjóð hefur lýst því yfir að ef Íslendingar standi ekki við skuldbindingar sínar, þá komist þeir ekki inn í ESB. Það er hreint út sagt niðurlæging fyrir landsmenn þegar stjórnvöld sækja um þetta. Það er verið að kúga okkur til hlýðni. Icesave samningarnir í núverandi mynd eru hroðalegir. En samfylkingin vill ekkert meira en aðild og vinstri grænir, jahh... Þeir eru grænir á þetta allt saman. Það er því hættuástand á Íslandi í dag. Eina sem ég vil er að farið sé fram á að alþjóðlegur dómstóll fái niðurstöðu í icesave málið. Sé það okkar að borga, þá borgum við. Sama hversu siðferðislega rangt það er. En á meðan okkur er bókstaflega skipað að borga þetta því annars segi stóru þjóðirnar okkur einangrast og að við fáum ella ekki að vera með í klúbbnum þeirra o.s.frv... Þá bara skil ég ekki lógíkina við það að hafa vaðið út í aðildarviðræður og enn síður að alþingi hafi fellt þá tillögu að halda kosningar um það.

Og ef einhver ætti að víkja úr Borgarahreyfingunni þá er það Þráinn Bertelsson.

Það er eitt að efna loforð, en þú gerir það ekki á versta tímapunkti til þess í Íslandssögunni. Það er einfaldlega óforbetranleg heimska.

Fyrst eiga menn að afgreiða icesave, svo geta þeir skoðað þetta mál. Þetta er ósköp einfalt.

Óskar Örn Arnarson (IP-tala skráð) 19.7.2009 kl. 20:32

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sammála.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.7.2009 kl. 20:57

4 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Borgarahreyfingin auglýsir; 

Atkvæði til sölu, kosta eina tölu...þá sem Icesave samningar kveða á um.

 Hvað kosta þau í næsta máli?

Ég lagði það reyndar til við Þór Saari að tími væri kominn til að leggja niður þingflokkinn. Honum fannst athugasemdin "ómakleg".

Svanur Gísli Þorkelsson, 19.7.2009 kl. 22:44

5 Smámynd: Billi bilaði

Það er, eins og ég hef áður sagt, afskaplega huggulegt hvað stuðningsmenn annarra flokka hafa mikið að segja fyrir hönd okkar stoltra Borgarahreyfingarkjósenda.

Ég tek undir nokkurn veginn allt sem Óskar Örn segir hér að ofan, og bæti svo við:

Þegar er staðið, styrkum á fótum

með stoltið í lagi, er sjálfsagt að kanna.

En felldur í duftið af foráttu þrjótum –

þú ferð ekki skríðandi til þeirra manna!

ES: Svanur, mér finnst þín athugasemd til Þórs einnig ómakleg, og algerlega án gæsalappa.

Billi bilaði, 19.7.2009 kl. 23:59

6 identicon

vitleysa, þarna voru þingmenn Borgarahreyfingarinnar að setja sig upp á móti aðferðarfræðinni, nánar tiltekið að taka Icesave nauðungarsamningunum sem aðgöngumiða í ESB.

Hvar stendur á heimasíðu Borgarahreyfingarinnar að farið skuli í aðildarviðræður sama hvað það kostar?

En hitt er annað mál að líklega er viss hópur innan hreyfingarinnar sem mun ekki tolla lengi þar innandyra. Það mun eiga sér stað viss endurnýjun á fylgi og félagsmönnum.

Ekkert óeðlilegt við það, sjálfur kaus ég þessa 3 einstaklinga framar öllu öðru. Hvað Þráinn gerir verður hann bara að gera upp við sig, ég held reyndar að hann eigi ekki heima þarna.

Hvað athugasemd Svans Gísla varðar þá er hún ómakleg já. Fólk heldur kannski að hægt sé að hræra í þingmönnum Borgarahreyfingarinnar með ódýrum skotum, en þetta eru ekki óharðnaðir einstaklingar.

Ég hef meiri áhyggjur af ýmsum nýjum þingmönnum Samfylkingarinnar sem virðast ekki hafa vott af sjálfstæðri hugsun, greiða atkvæði þegar ýtt er á takka, brosa og hlægja á réttum stöðum og er síðan tranað fram í svona Bolabítshlutverki þegar þörf er á útúrsnúningi af einhverri tegund.

Stjórnlagaþing, umbætur og endalok ráðherravaldsins, hvar er allt þetta núna eftir kosningar? Hvað með fjárframlög Jóns Ásgeirs til einstakra þingmanna Samfylkingarinnar núna?

Er ekki verið að kasta steinum úr glerhúsi? 

sandkassi (IP-tala skráð) 20.7.2009 kl. 00:48

7 Smámynd: Gunnlaugur I.

Sammála Gunnari Waage.

Sem studdi Borgarahreyfinguna þó svo hann sé yfirlýstur og gagnmerkur ESB andstæðingur. 

Það er verið að kasta grjóthnullungum úr glerhúsi að þeim þingmönnum Borgarahreyfingarinnar sem höfðu sjálfstæði og kjark til þess að greiða atkvæði gegn ESB umsókn.  Refurinn Össur hefur smjaðrað svo fyrir þessum nýja þingflokki því honum langaði svo til þess að innlima hann í Fylkinguna sína til þess að við gætum orðið 28 Fylki- ESB stórríkisins.

Gott að honum hefur mistekist það. Þeir þrír þingmenn Borgarahreyfingarinnar sáu nefnilega í loðið ESB- skottið á Össsuri hann hafði nefnilega ekki girt það nógu vel niður í brækur sínar.

Gunnlaugur I., 20.7.2009 kl. 17:46

8 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll Gunnar Waage. Varðandi ómakleg orð mín, finnast mér orð Þórs Saari á bloggsíðu hans gefa fullt tilefni til slíkra athugasemda. Hann segir m.a;

"þetta var ekki ákvörðun sem var auðveld enda leiddi hún okkur inn í pólitískt landslag sem við höfðum öll verið sammála um að fara aldrei inn á."

"Svona staða gerir það að verkum að menn hugsa sig um tvisvar hvað varðar framhaldið, ekki af því að málið tapaðist enda var sannfæring okkar fyrir því sterk og samviskan hrein, heldur frekar af því að svona stjórnmálum ætluðum við aldrei að taka þátt í."

Þór gefur fyllilega í skyn að þessi ákvörðun hafi ekki verið í anda stefnu hreyfingarinnar eða þingflokksins. Og þegar svo er komið, hver er þá munurinn á gömlu og nýju tegundinni af hrossakaupum og flokkspólitík?

Svanur Gísli Þorkelsson, 20.7.2009 kl. 20:05

9 identicon

Þór á bara ekkert að vera svona nice.

sandkassi (IP-tala skráð) 21.7.2009 kl. 00:17

10 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Ég held það hafi verið mistök hjá þessum þremur að stilla málinu upp með þeim hætti sem þau gerðu.  Ákvörðun þeirra er byggð á tilfinningarlegum viðbrögðum og einkennast af örvæntingu. Þegar gripið er til örþrifaráða er ein aðferðin einmitt að stilla upp við vegg, hóta: þú ekki gerir þetta þá gerist þetta osfrv.

Ef ég set mig í spor kjósanda Borgarahreyfingarinnar myndi ég upplifa vantraust í þeirra garð nú og hugsa sem svo hvað gera þau næst, við hverjum get ég búist af þeim ef erfið mál koma upp? Margir skína af reynsluleysi þarna og jafnvel barnaskap en aðrir sýna þroskaðri viðbrögð. Kannski er þetta bara eðlileg samsetning nýs flokks sem óvænt fékk óvenjumarga inn á þing.

En þetta er nú bara mín greining á þessu og skal hún ekki yfirfærast á annað fólk.

Hvað varðar þá sem sitja hjá við atkvæðagreiðslu í mikilvægum málum, verð ég að segja að ef fólk ætlar að vera stikk frí getur það allt eins setið heima.

Ég segi ekki að sú staða gæti komið upp þar sem þessi leið er best og sú eina sem manneskja getur lifað við.

En þeir sem sátu hjá í þessu máli met ég svo að hafi ekki þorað, þeir vildu sigla lygnan sjó, hafa þetta þannig að ekki var hægt að negla þá vegna afstöðu sinnar. 

Kolbrún Baldursdóttir, 21.7.2009 kl. 10:44

11 identicon

Evrópusambandið er aðili að Icesave samningsgerðinni og hefur samningurinn verið gerður að skilyrði fyrir ESB aðild af ýmsum aðilum, þar á meðal Hollendingum.

Tilfinningaleg viðbrögð byggð á örvæntingu eins og þú segir, engan vegin segi ég. Þetta er bara góð pólitík:) og harkan sex:)

sandkassi (IP-tala skráð) 21.7.2009 kl. 12:23

12 identicon

Borgarahreyfingin les og virðir stjórnarskrána, þar sem segir að valdið sé hjá þjóðinni nema annað sé tekið fram.

Alþingi hefur ekki vald til að afsala fullveldi og heldur ekki vald til að byrja samningaviðræður um slíkt.

Þingmenn Borgarahreyfingarinnar sýna þjóðinni þá kurteisi og virðingu að taka sér ekki þetta vald.

Og hvað með vinnubrögðin? Samningsmarkmið, er það bara að ná samningum? Framtíðarsýnin um stöðu Íslands?

Ekkert af þessu er í forgrunni, við sjáum bara Sf æpa um að allt verði betra þegar við komimst í hlýjuna hjá ESB. Allt verður svo gaman þegar við vinnum saman en förum ekkert nánar út í það.

Sjálf er ég mjög hlynnt þessum aðildarviðræðum þó ég hefði viljað að þær bæri öðruvísi að.

Og gegnsæið og allt uppi á borðinu? Össur gefur ekkert upp um samtal sitt við hollenska utanríkisráðherrann þrátt fyrir að samtalið sé næstum orðrétt í erlendum fjölmiðlum? Greinilega smitaður af Ragnar Reykás heilkenninu, ma, ma , bara....

Hrönn (IP-tala skráð) 22.7.2009 kl. 10:36

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband