Á geðveikum geðgóðum nótum

naerverasalarge_v_batas_kr1234567.jpg Geðveikar batasögur. Útgefandinn og aðstandandi bókarinnar, Herdís Benediktsdóttir er gestur ÍNS 5. okt. ásamt Ragnheiði Jonnu Sverrisdóttur og Bergþóri Böðvarssyni en þau eru jafnframt að undirbúa dagskrá Alþjóða geðheilbrigðisdagsins 10. október nk. Dagskráin er metnaðarfull og munu fjölmargir aðilar sem þjónusta fólk með geðraskanir kynna starfsemi sína á Geðgóðum degi í Mjóddinni.

 

Við ræðum í þættinum um geðraskanir en fyrst og síðast bataleiðir og í því sambandi, mikilvægi þess að hafa val milli úrræða. Það sem hentar einum hentar ekki endilega öðrum. Allir geta þó teygt sig eftir úrræði sem hverjum og einum hentar og þannig hafið bataferil sinn. Batinn kemur hins vegar sjaldnat á silfurfati. Til að ná viðunandi bata og viðhalda honum krefst oftast mikillar vinnu þar sem viðkomandi verður að setja sig í forgang og hlúa öllum stundum að sál og líkama. Fjölmargir hafa náð undraverðum bata en hafa skal í huga að sjúkdómurinn kann að vera enn til staðar enda þótt náðst hafi að beisla einkenni hans. Þess vegna er svo mikilvægt að vera vel vakandi yfir einkennunum og því betur sem viðkomandi er farinn að þekkja sjálfan sig og eðli sjúkdóms síns því færari verður hann í að átta sig á og greina ef merki eru um að bakslag sé í nánd. Þá er tímabært að huga að og grípa til fyrirbyggjandi aðgerða.

 

Þeir sem hafa sagt batasögur sínar vilja með frásögninni leggja sitt af mörkum til að draga úr fordómum sem enn virðast ríkjandi í garð fólks með geðröskun. Í bókinni Geðveikum batasögum segja 13 aðilar frá oft afar tyrfnum vegi í átt til bata, hvenær vendipunktur varð á veikindaferlinu og hvað það var sem kom þeim mest til hjálpar við að koma undir sig fótunum á ný. Þó er mjög mikilvægt að gera sér einnig grein fyrir að það er ekki alltaf einhver einn ákveðinn vendipunktur í ferli sem þessu heldur geta þeir verið margir.

 

Hvort sem um er að ræða geðraskanir, aðra sjúkdóma eða einfaldlega eitthvað annað í lífinu þá er sjaldnast til einhver ein uppskrift sem hentar öllum. Það er heldur ekki endilega einhver einn rauður þráður sem einkennir sjúkdóminn eða leiðir til bata. Sjúkdómar eru sjúkdómar einstaklinga. Einkennin birtast með misjöfnu hætti og kalla fram ólíkar upplifanir allt eftir því hver á í hlut og hvernig aðstæðum hvers og eins er háttað. Þó er það eitt sem öllum gefst kostur á og það er þiggja aðstoð frá þeim fjölmörgum félögum og stofnunum sem bjóða fram björg.

Á ÍNN 5. október kl. 21.30.

Eftirtaldir aðilar munu kynna starfsemi sína í Mjóddinni 10. Október á Alþjóða geðheilbrigðisdeginum.

  1. Björgin www.bjorgin.is
  2. Fjölsmiðjan www.fjolsmidjan.is
  3. Fjölskyldumiðstöðin Háaleitisbraut 13
  4. Geðsvið LSH – Bergþór fulltrúi notenda, Páll Matt framkvæmdarstjóri geðsviðs, Fjölskyldubrúin og Sálfræðiþjónusta geðsviðs.  www.lsh.is
  5. Helga Pálsdóttir (Sölubás)
  6. Hjálparsími Rauða krossins 1717 og Rauða kross húsið www.redcross.is
  7. Hlutverkasetur www.hlutverkasetur.is
  8. Hringsjá, (nemar og fl.) www.hringsja.is
  9. Hugarafl www.hugarafl.is
  10. Iðjuþjálfun Hringbraut + Iðjuþj./vinnusalur á Kleppi
  11. KlúbburinnGeysir www.kgeysir.is
  12. Landlæknisembættið www.landlaeknir.is
  13. Lausnin og 12 spora samtök saman á borði www.lausnin.is
  14. Liðsmenn Jerico www.jerico.is
  15. Lýðheilsustöð www.lydheilsustod.is
  16. Manía, geðverndarfélag HÍ www.mania.is
  17. Rauða kross athvörfin (Dvöl, Lækur, Vin) www.redcross.is
  18. Velferðarsvið Reykjavíkurborgar og Búsetukjarnar viðsvegar úr bænum www.rvk.is
  19. Þjónustumiðstöð Vesturbæjar www.rvk.is

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Frábært framtak.

Svo er Herdís Benediktsdóttir einstaklega hæfileikarík kona, skáld og teiknari, sem gaman er að sjá blómstra.

Fylgist með þessu.

Bestu kveðjur,

Hildur Helga Sigurðardóttir, 4.10.2009 kl. 16:36

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband