Megastuð í Múlalundi

naerverusalarrammi_a_vef_940391.jpgÍ Múlalundi, vinnustað þeirra sem hafa skerta starfsorku má bæði finna færni og frumkvæði. Þar er að finna hugmyndaríkt fólk sem getur hrundið hugmyndum sínum framkvæmd á vinnustað eins og Múlalundi. Nýsköpun og sveigjanleiki virðist einkenna þennan vinnustað. Við fáum að kynnast Múlalundi ögn nánar í
Í nærveru sálar, ÍNN mánudaginn 7. desember kl. 21.30.

Gestir eru Helgi Kristófersson, framkvæmdarstjóri og Ólafur Sigurðsson, starfsmaður. Meðal þess sem við ræðum um er:

Hvernig er umsóknarferlinu háttað?
Geta allir öryrkja sem þess óskað fengið vinnu?
Hvað er helst framleitt, hver ákveður hvað er framleitt og hvernig er tengslum við atvinnulífið háttað?

Líðan á vinnustaðnum og þýðing Múlalundar í lífi fólksins sem þar starfar.

Ólafur segir okkur frá hvernig dagurinn byrjar á morgnana og hvernig ferlið er þegar nýr starfsmaður kemur til starfa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband