Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Að líða vel í eigin skinni

Nýjasti þátturinn í Nærveru sálar er nú kominn á Netið, www. inntv.is

Umræðuefnið er : Að líða vel í eigin skinni

Gestir:
Bertha María Ársælsdóttir, matvæla- og næringarráðgjafi
Valgeir Viðarsson, þjálfari á líkamsræktarstöð.

Í þættinum ræðum við meðal annars hvernig þessar starfsstéttir koma að þeim hópi sem líður ekki vel í eigin skinni annað hvort vegna ofþyngdar eða vegna þess að þeir vilja þyngjast og styrkja sig.

Einnig ræðum við þá staðreynd að þrátt fyrir aukna þekkingu á þessum málum, hollráð og góðan persónulegan ásetning hjá mörgum berast fréttir af aukinni tíðni átröskunarsjúkdóma og offituvandamálum.

Áhersla er lögð á að það sem gildir fyrir einn kann ekki að henta öðrum. Þessi mál eru einstaklingsbundin eins og önnur. 

Loks veltum við vöngum yfir hvernig best er að fóta sig í öllum þessum upplýsingum og tilboðum og hvert geti t.d. verið fyrsta skrefið, langi viðkomandi til að breyta sínum lífstíl með það að markmiði að líða betur í eigin skinni.  

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband