Upplýsingaóreiða bílastæðakjallara og húsa, einkarekin eða borgarrekin?

Tillaga lögð fram í umhverfis- og skipulagsráði

Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að teknar verða saman upplýsingar um bílastæðahús og bílastæðakjallara í Reykjavík, hver þeirra eru rekin af borginni og hver eru einkarekin.

Einnig er lagt til að Bílastæðasjóður taki aftur upp að leggja sektarmiða undir rúðuþurrku í stað þess að senda rukkun beint í heimabanka, sem fer framhjá mörgum. Með þessu fyrirkomulagi eru miklar líkur á því að sektin hafi hækkað þegar fólk áttar sig á að hafa fengið sekt.

Greinargerð

Hér er um algeran frumskóg að ræða. Það koma skýrt í ljós á Menningardag en þá taldi fólk vera frítt í stæði í Reykjavík. Í ljós kom að þeir sem ólánuðust við að leggja í “einkastæði” eins og  Guðrúnartúni fengu háa reikninga eftir daginn. Reikningar koma þá samstundis einn á einkabanka viðkomandi. Þeir sem aka á P merktum bílum og leggja í P merkt stæði þurfa að greiða í þessi stæði (einkarekin) sem hlýtur að stríða gegn lögum.

Það vantar alla umgjörð um rekstur bílastæða og menn virðast fá að hafa sína hentisemi á sektargreiðslum. Borgin hætti að rukka P-korthafa, sem hafa rétt til þess að leggja án greiðslu í P-stæði og gjaldskyld almenn bílastæði skv. umferðarlögum og er staðfest af ráðherra (sjá: 2164/154 svar: gjaldheimta af handhöfum stæðiskorta fyrir hreyfihamlaða | Þingtíðindi | Alþingi (alþingi.is)), að því tilskyldu að þeir láti vita af sér fyrirfram (sem er líka gagnrýnivert fyrirkomulag), en einkaaðilar neita að láta af rukkunum. Það vantar stórlega yfirsýn yfir hvaða stæði og hús eru rekin af borginni og hver af einkaaðilum og þá hverjum. Þess utan er álagning sennilega frjáls og er hægt að okra eins og enginn sé morgundagurinn


Íbúar hafa lengi verið að kalla eftir auknu umferðaröryggi við Sæbraut

Sumt verður bara að laga strax og það á við um umferðaröryggi á Sæbraut. Því miður virðist oft þurfa alvarlegan atburð til að eitthvað fari að hreyfast. Flokkur fólksins hefur ítrekað í mörgum bókunum og tillögum óskað eftir betrumbótum og að hraða máli vegna hættunnar þarna. Íbúar hafa lengi verið að kalla eftir úrbótum.
Síðasta bókun Flokks fólksins var í janúar á þessu ári til að að ítreka og aftur ítreka. Hér er bókun um málið lögð fram í janúar í umhverfis- og skipulagsráði

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Fram fer kynning á tímabundinni göngu- og hjólabrú yfir Sæbraut við Vogabyggð:
Flokkur fólksins hefur margsinnis talað um og bókað um hversu hættulegt þetta svæði er gangandi vegfarendum og fagnar þess vegna tímabundinni göngu- og hjólabrú yfir Sæbraut. Sífellt er talað um “tímabundna” brú en þarna þarf auðvitað að tala um varanlega lausn sem er stokkur. Flokkur fólksins lagði fram tillögu í júní 2022 um að strax yrði hafist handa við að byggja bráðabirgða göngubrú yfir Sæbraut við gatnamót við Skeiðarvog/Kleppsmýrarveg. Vogabyggð er orðin fjölmenn byggð, en þannig er málum háttað að börnin í hverfinu þurfa daglega að fara yfir Sæbrautina til að sækja skóla, frístundir og fleira. Íbúar Vogabyggðar hafa þurft að takast á við ótta um öryggi barna sinna allt of lengi.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband