Ískaldar kveđjur frá borgarmeirihlutanum til fyrrverandi starfsmanna

Ţađ er ákveđinn hópur sem situr eftir í sárum vegna óleystra eineltismála á starfsstöđvum borgarinnar. Hér er bćđi um fyrrverandi og núverandi starfsmenn. Ţess vegna lagđi Flokkur fólksins til eftirfarandi á síđasta borgarstjórnarfundi:

Lagt er til ađ borgarstjórn kalli eftir ábendingum/upplýsingum frá núverandi/ fyrrverandi starfsmönnum borgarinnar sem telja sig hafa orđiđ fyrir einelti, kynferđislegri áreitni eđa kynbundnu ofbeldi á starfsstöđvum borgarinnar. Lagt er til ađ skimađ verđi hvort ţolendur telji ađ kvörtun/tilkynning hafi fengiđ faglega međferđ.

Lagt er til ađ hvert ţeirra mála sem kunna ađ koma fram verđi skođuđ ađ nýju í samráđi viđ tilkynnanda og ákvörđun tekin í framhaldi af ţví hvort og ţá hvernig skuli halda áfram međ máliđ.

Lagt er til ađ mannauđsdeild verđi faliđ ađ taka saman upplýsingar um fjölda starfsmanna (tímarammi ákveđinn árafjöldi aftur í tímann) sem telja sig hafa orđiđ fyrir einelti/kynferđislegri áreitni/kynbundnu ofbeldi í störfum sínum hjá Reykjavíkurborg.

Fram komi hversu mörg mál hafi leitt til starfsloka ţolanda, hvernig tekiđ hafi veriđ á málum, hvort og hvernig gerendum í ţeim málum sem einelti hafi veriđ stađfest hafi veriđ gert ađ taka ábyrgđ.

Lagt er til ađ metiđ verđi til fjár hver fjárhagslegur kostnađur/skađi borgarinnar er vegna eineltis/kynferđislegrar áreitni/ kynbundins ofbeldis á starfsstöđvum borgarinnar.

Ţessi tillaga féll ekki vel í kramiđ hjá meirihlutanum sem vísađi henni frá ţrátt fyrir ađ fullyrđa ađ ţau láti sig ţessi mál varđa fyrir alvöru međ meetoo dćmiđ og allt ţađ. Borgarfulltrúum Flokks fólksins og Miđflokksins ţóttu ţetta kaldar kveđjur og lögđu fram bókun ţar sem fram kom ađ ţessi afgreiđsla er líkleg til auka enn frekar á sársauka ţeirra sem sitja međ sárt ennniđ vegna eineltismála hjá borginni.


Braggi fyrst og börnin svo

Ţađ er hćgt ađ eyđa í bragga en ekki börnin.

Hér er svar borgarmeirihlutans viđ fyrirspurn Flokks fólksins um hvađ mörg börn í Reykjavík búa undir fátćktarmörkum

Eftirfarandi bókun var gerđ af borgarfulltrúa Flokks fólksins: Borgarfulltrúa finnst ţađ ćđi dapurt ađ tćp 500 börn búi undir fátćktarmörkum og tćp 800 börn eru börn foreldra sem eru međ fjárhagsađstođ í Reykjavík, í borg sem teljast má rík ađ flestöllu leyti. Ţessar tölur eru međ ólíkindum og enn sorglegra er ađ sjá hversu miklu munar eftir hverfum. Í Breiđholti má sjá hvernig borgarmeirihlutanum hefur mistekist ţegar kemur ađ félagslegri blöndun en í Breiđholti er fjöldi fátćkra barna mestur. Í Breiđholti hefur fátćkt fólk einangrast. Í Reykjavík ćttu engin börn ađ ţurfa ađ lifa undir fátćktarmörkum. Ástćđan er ekki sú ađ ekki sé nćgt fjármagn til heldur frekar ađ fjármagni er veitt í ađra hluti og segja má sóađ í ađra hluti á međan láglaunafólk og börn ţeirra og öryrkjar ná ekki endum saman. Ţessar tölur sýna ađ forgangsröđunin er verulega skökk í borginni ţegar kemur ađ útdeilingu fjármagns. Um sóun og fjárhagslegt bruđl borgarmeirihlutans eru mörg nýleg dćmi og er skemmst ađ minnast hundruđ milljóna fjárfestingu í hégómleg verkefni eins og uppbyggingu bragga í Nauthólsvík, Mathöll á Hlemmi og fleira mćtti telja til.


Bloggfćrslur 7. október 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband