Hávaðamengun Reykjavíkurborgar

Á fundi borgaráðs í morgun var lögð fram tillaga af Flokki fólksins þess efnis að borgin tryggi að eftirlit með framkvæmd reglugerðar sem fjallar um hávaðamengun í borginni verði fylgt til hins ýtrasta og hafa þá í huga: 

a) Leyfisveitingar þurfa að fylgja reglugerð um hljóðvist og hávaðamörk. https://www.reglugerd.is/reglugerdir/allar/nr/724-2008Oftar en ekki eru leyfi samþykkt umfram tíma sem tengist næturró, sem gildir frá klukkan 11pm til 7am, samkvæmt reglugerð. Einnig er áberandi að hávaðamörkum fyrir þann tíma er ekki fylgt. Til dæmis fær Airwaves tónlistarhátíðin leyfi til klukkan 2am föstudag og laugardag fyrir útitónleika í þaklausu porti Listasafns Reykjavíkur. Lýðheilsa íbúanna og friðhelgi einkalífs eru neðarlega á lista þeirra sem samþykkja slík leyfi hávaðaafla, sem halda vöku fyrir íbúum og hótelgestum, í boði Reykjavíkurborgar.

b) Mikilvægt er að beita viðurlögum, sektum og leyfissviftingum þegar leyfishafi brýtur lög og reglur um hljóðvist og hávaðamengun. í dag eru leyfi veitt ár eftir ár þrátt fyrir brot á reglugerð, sem hefur bein áhrif á lýðheilsu íbúanna. 

c) Íbúalýðræði, grenndarkynningar og samstarf við íbúasamtök þarf að vera virkt og lausnarmiðað með hag íbúa miðborgar í huga.

d) Gera þarf skýran greinarmun á vínveitingaleyfi og hávaðaleyfi sem tengist reglugerð um hljóðvist og hávaðamengun. 

e) Hátalarar utan á húsum skemmtistaða og veitingastaða miðborgar verði fjarlægðir. 

f)Samstarf lögreglueftirlits og íbúa þarf að vera skýrt, og hávaðamælar í farsímum ætti að vera hluti af vinnuaðferð lögreglunnar. Í dag berast kvartanir og ábendingar til lögreglunnar ekki inn á borð stjórnenda Reykjavíkurborgar.

g) Styrk hávaðans mældur í desíbelum

h) Tónhæð hávaðans.

i) Hvort hávaðinn er stöðugur eða breytilegur

j) Dagleg tímalengd hávaðans

k) Hvenær tíma sólarhringsins hávaðinn varir

l) Heildartímabil, sem ætla má að hávaðinn vari (dagar/vikur). 

Fram kemur í greinargerð með tillögunni að kvartanir yfir hávaða m.a. vegna Airwaves, Inni/Úti púkans og fleiri útihátíða hafa borist frá þeim íbúum sem búa í nágrenninu. Svo virðist sem íbúar séu ekkert spurðir álits þegar verið er að skipuleggja hátíðar á borð við þessa sem er vís til að mynda hávaða. Minnt er á að til er reglugerði um þetta  og hvað varðar aðra hljóðmengun þá er ekki séð að eftirlit sem framfylgja á í samræmi við reglugerðina sé  virkt. Í reglugerð  er kveðið á um ákveðin hávaðamörk og tímasetningar. Fjölgun hefur orðið á alls kyns viðburðum sem margir hverjir mynda hávaða, ekki síst þegar hljómsveitir eru að spila.  Á tímabilum er gegndarlaus hávaði í miðborgin og erfitt fyrir fólk sem í nágrenninu að ná hvíld. Hér er um lýðheilsumál og friðhelgi einkalífs að ræða. 

Margt fólk hefur kvartað í lýðræðisgáttina en ekki fengið nein svör, eða ef fengið svör, þá eru þau bæði loðin og óljós. 

Þeir sem bent hafa á þetta segja að svo virðist sem ábendingar séu hunsaðar og að ábendingavefur borgarinnar sé bara upp á punt. Látið er í það skína að hlustað sé á kvartanir en ekkert er gert. Svo virðist sem deildir og svið borgarinnar starfi ekki saman í það minnsta er eitthvað djúpstætt samskiptaleysi í gangi.

Vínveitingaleyfi í borginni hafa margfaldast og er miðborgin að verða einn stór partýstaður. Minnt er á að í borginni býr fólk, fjölskyldur með börn.  

Íbúum miðborgarinnar er sýnd afar lítil tillitssemi og er gild ástæða til þess að vekja athygli á þeirri staðreynd í tengslum við hina ‘grænu’ áherslu Reykjavíkurborgar að hávaðamengun er líka mengun.

 

 


Bloggfærslur 8. nóvember 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband