Kynhlutlaus salerni í Reykjavík

Nú er fundargerð borgarráðs frá 19. júní komin á vefinn. Eitt af mörgum málum á dagskrá var tillaga meirihlutans um kynhlutlaus salerni í Reykjavík en hún var lögð fram á síðasta fundi mannréttindaráðs. Stjórnarandstaðan gerði eftirfarandi bókun:

Var ráðsmönnum í mannréttinda- og lýðræðisráði gerð grein fyrir því að tillaga um kynhlutlaus salerni og úttekt á klefa- og salernisaðstæðum í húsnæði í eigu Reykjavíkurborgar samræmist ekki reglum um húsnæði vinnustaða nr. 581/1995?

Það er lágmarkskrafa þegar mál eru komin til afgreiðslu í ráðum borgarinnar að búið sé að kanna lagalegan grundvöll þeirra.

Stjórnarandstaðan óskar eftir að fá fylgigögn og kynningu sem lögð voru fram undir 5. og 6. lið fundargerðarinnar.


Bloggfærslur 21. júlí 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband