Gćludýr geta dimmu í dagsljós breytt

Í árslok 2018 voru 2550 íbúđir í eigu Félagsbústađa af öllum gerđum og eru ţćr dreifđar víđsvegar um Reykjavík. Fyrir stjórn Félagsbústađa liggur nú tillaga um ađ hunda- og kattahald í félagslegu húsnćđi í eigu borgarinnar verđi leyft. Tillagan var lögđ fyrir á fundi borgarstjórnar 13. september 2018. Enn hafa engin viđbrögđ borist frá stjórn Félagsbústađa ţrátt fyrir ađ ítrekanir hafi veriđ sendar. Leyfiđ yrđi vissulega háđ sömu skilyrđum og eru í Samţykkt um hundahald í Reykjavík dags. 16. maí 2012.

Eins og vitađ er hafa margir sem flutt hafa í félagslegar íbúđir í eigu borgarinnar ţurft ađ láta frá sér gćludýrin sín ţar sem ekki er leyfi fyrir ţeim í húsnćđinu. Harmur sá sem ađ fólki er kveđinn ţegar ţađ er nauđbeygt ađ láta frá sér dýriđ sitt sem jafnvel hefur veriđ hluti af fjölskyldunni árum saman er ţyngri en tárum taki. Ekkert ćtti ađ vera ţví til fyrirstöđu ađ samţykkja ţessa tillögu enda er nú ţegar ađ finna fordćmi í einu af nágrannasveitarfélögum okkar.

Smuga

Jákvćđ áhrif óumdeilanleg

Ekkert getur komiđ í stađ tengsla viđ ađra manneskju en gćludýr getur uppfyllt ţörf fyrir vináttu og snertingu. Gćludýr, ţar međ taldir hundar og kettir, eru hluti af lífi fjölmargra og skipa stóran tilfinninga- og félagslegan sess í hjörtu eigenda ţeirra. Öll ţekkjum viđ ýmist persónulega eđa hjá vinum og vandamönnum hvernig gćludýr geta dimmu í dagsljós breytt, ekki síst hjá ţeim sem eru einmana. Átakan­leg eru ţau fjölmörgu tilvik ţar sem fólk hefur orđiđ ađ láta frá sér hundana sína vegna ţess ađ ţeir eru ekki leyfđir í félagslegum íbúđum á vegum borgarinnar.

Margar rannsóknir hafa sýnt fram á góđ áhrif af umgengni manna viđ dýr. Rannsóknir sýna ađ umgengni viđ dýr eykur tilfinningalega og líkamlega vellíđan og eykur m.a. sjálfstraust, einbeitingu, athygli sem og minnkar streituviđbrögđ. Dýr veita einstaklingnum vinskap, líkamlega snertingu og sýna áhuga og vćntumţykju án nokkurra skilyrđa. Ást til gćludýrs getur veriđ djúpstćđ. Hundar og kettir eru til dćmis oft hluti af fjölskyldunni. Sú sorg sem nístir ţegar gćludýr fellur frá eđa er ađskiliđ frá eiganda sínum ţekkjum viđ mörg, ef ekki af eigin reynslu ţá annarra.

Ađ banna gćludýr eins og hunda og ketti í félagslegu húsnćđi borgarinnar er ómanneskjulegt og ástćđulaust. Ţess er vćnst ađ jákvćđ viđbrögđ frá stjórn Félagsbústađa berist hiđ fyrsta enda er hér um réttlćtismál ađ rćđa. Ţađ eru margir sem bíđa!


Bloggfćrslur 9. janúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband