Skólahald aflagt. Spurt er um ávinninginn?

Þetta er hið ömurlegasta mál. Óskir íbúa, foreldra og barna fótum troðnar. Samráðsleysi meirihlutans við borgarbúa er orðið pínlegt. Að loka þessum skóla er greinilega löngu ákveðið. Taktíkin er að vísa umdeildum málum í stýrihópa sem fá ákveðna forsendur til að vinna út frá, forsendur sem yfirvaldið setur. Síðan koma niðurstöður byggðar á þeim forsendum og þá geta valdhafa vísað í stýrihópinn og eru þannig búnir að fjarlægja sig frá niðurstöðu sem fólk er ósátt við. Að skoða öll gögnin í þessu máli er sjokkerandi. 200 síðna bunki af gögnum verður lagður fyrir borgarráð á fimmtudaginn. Eitthvað hefur allt þetta ferli kostað. Hver verður eiginlega sparnaðurinn, og hver verður ávinningurinn?


Bloggfærslur 13. nóvember 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband