Ég er ţrjósk og ţetta er réttlćtismál

Tillaga um fríar skólamáltíđir var felld í fyrra og ţá sagđi ég í ţessari frétt á visi.is ađ ég ćtla ađ halda áfram málinu og ţađ mun ég gera á morgun á fundi borgarstjórnar ţegar síđari umrćđa fer fram um fjárhagsáćtlun Reykjavíkurborgar og fimm ára áćtlun. Ég er ţrjósk og ţetta er réttlćtismál enda eina leiđin til ađ tryggja ađ börn eru ekki svöng í skólanum. Sjá nánar hér neđar um hvernig ég legg til ađ fjármagna tillöguna.

Fríar skólamáltíđir fyrir börn í leik- og grunnskólum (SFS)

Flokkur fólksins leggur til ađ borgarstjórn samţykki ađ öll börn í leik- og grunnskóla fái fríar skólamáltíđir. Tillagan felur í sér ađ fjárheimildir skóla- og frístundasviđs verđi hćkkađar um 1.605 m.kr. vegna tekjulćkkunar.
Lagt er til ađ tekjulćkkun sviđsins sem áćtlađ er ađ nemi um 1.606 m.kr.á ári og ţeim kostnađi sviđsins sem tillagan útheimtir verđi fjármögnuđ af handbćru fé ţar sem ljóst ţykir ađ liđurinn ófyrirséđur rćđur ekki viđ útgjaldaaukningu af ţessar stćrđargráđu. Jafnframt er lagt til ađ fjárfestingar ársins 2020 verđi lćkkađar um sömu fjárhćđ eđa 1.605 m.kr. og sem felur í sér ađ sjóđsstađa borgarinnar helst í jafnvćgi. Í ţeirri áćtlun sem nú er veriđ ađ leggja fram til síđari umrćđu er áćtlađ ađ 19,5 milljarđar króna fari í fjárfestingar en nái tillagan fram ađ ganga lćkki ţćr í 17,9 milljarđa króna. Lagt er til ađ eignaskrifstofunni verđi faliđ ađ forgangsrađa fjárfestingum upp á nýtt í samvinnu viđ umhverfis- og skipulagssviđ međ ţetta í huga.


Bloggfćrslur 2. desember 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband