Einn brauðmoli í borgarstjórn í gær

Tillögu Flokks fólksins um að borgin ræði við Landspítala um að innleiða bifreiðastæðaklukkur við inngang bráðamóttöku og fæðingardeild var hvorki vísað frá né felld í borgarstjórn eins og vaninn er heldur vísað áfram. Tillagan fær sem sagt að lifa aðeins lengur en örlög hennar eru þó ráðin eins við öll vitum af reynslu. Þakklæti er engu að síður mikið þegar kastað er til manns svona einum brauðmola. Hér er lítil "þakklætisbókun":
 
Borgarfulltrúi Flokks fólksins er þakklát yfir að þessari tillögu var hvorki vísað frá né var hún felld heldur vísað áfram. Borgarfulltrúi vill ítreka að það hefur sýnt sig þar sem þetta fyrirkomulag er í gildi að það er gott. Þess utan hefur það sýnt sig að bifreiðastæðaklukkur er mun kostnaðarminni leið en aðrar leiðir við að innheimta bílastæðagjöld og er hægt að framkvæma strax. Allar mögulegar hindranir sem hægt er að hugsa sé í þessu sambandi er hægt að yfirstíga. Þessi tillaga er tilkomin af ástæðu svo mikið er víst. Við getum öll fundið okkur í þeim aðstæðum að þurfa að komast í flýti undir læknishendur. Þá er gott að geta lagt nálægt inngangi, stillt bifreiðastæðaklukkuna og hlaupið inn stundum með annan en okkur sjálf sem þarfnast aðhlynningu í hvelli. Borgarfulltrúi Flokks fólksins hvetur meirihlutann og þá nefnd sem fær tillöguna til umfjöllunar að meðhöndla hana með opnum huga og freista þess að ræða við forsvarsaðila Landspítala -háskólasjúkrahús.

Bloggfærslur 6. mars 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband