Barnaleg þrákelkni meirihlutans þegar kemur að miðborgarskipulaginu

Samráð við rekstraraðila og borgarbúa hefur mikið til verið hundsað og mörgum þykir þeir hafa verið blekktir þegar kemur að lokunum Laugavegar og Skólavörðustígs. Það er með ólíkindum hvernig borgarmeirihlutinn virðst ætla að keyra áfram þessara lokanir þrátt fyrir að undirskriftalistar hafa borist borginni í dag þar sem 90% þeirra eru mótfallnir lokunum á þessu svæði. Hér skortir alla auðmýkt hjá meirihlutanum. Hér er sýndur ósveigjanleiki og barnaleg þrákelkni borgarfulltrúa meirihlutans. Vilji yfir 90% rekstraraðila skal bara troðið ofan í kokið á þeim og undirskriftalistarnir fara ofan í skúffu hjá borgarstjóra, verða skjalaðir" eins og borgarstjóri orðaði það.

Er miðbærinn einungis fyrir borgarmeirihlutann og ferðamenn? Borgarbúar hafa verið beittir blekkingum og eru í dag í borgarstjórn þegar sífellt er klifað á að fjölmargar kannanir hafa sýnt að lokanir sem hér um ræðir séu með vilja meirihluta borgarbúa. Þetta er ekki rétt. Verði haldið áfram með þessi áfrom er verið að misbjóða borgarbúum gróflega. Hér á að valta yfir fjölmarga. Hvar er samráð við hreyfihamlaða? Tal um samráð er bara hljómið eitt og sannarlega er hvorki verið að huga að þeim sem gíma við hreyfihömlun né eldri borgara. Flokkur fólksins gerir kröfu um að haft sé fullt samráð þegar kemur að þessum lokunum. Annað er ólíðandi í lýðræðislegu samfélagi.


Fresta lokun Laugavegar á meðan vilji borgarbúa er kannaður til hlítar

Í borgarstjórn í dag mun tillaga Flokks fólksins vera lögð fram um að lokun Laugavegar og Skólavörðustígs verði frestað á meðan að könnuð verði til hlítar afstaða borgarbúa gagnvart heilsárs lokun þessara gatna fyrir bílaumferð. 

Lagt er til að Reykjavíkurborg taki upp samstarf við háskóla og/eða reynslumikið fyrirtæki sem framkvæmir skoðanakannanir, í þeim tilgangi að vinna að viðhorfsrannsókn ýmissa hópa í borginni gagnvart lokun umræddra gatna fyrir bílaumferð. Lagt er til að leitað verði viðhorfa hagsmunaaðila við þær götur sem á að loka, jafnframt samtök eldri borgara, samtök fatlaðra og breiðs hóps borgarbúa sem búa víðs vegar um borgina. Nauðsynlegt er að úrtakið endurspegli þýðið og sýni þannig sem best raunverulegan vilja borgarbúa og einstakra hópa. Nauðsynlegt er að móta spurningar þannig að skýrt sé hvað spurt er um og þátttakendum gert ljóst hvað er í vændum varðandi lokun þessara gatna til frambúðar.


Bloggfærslur 2. apríl 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband