Þegar forsjárlaust foreldri tekur ekki fæðingarorlof

Tvær tillögur Flokks Fólksins voru felldar í Skóla- og frístundarráði í gær, 23.4.
Sú fyrri:
Flokkur fólksins leggur til að gerðar verði breytingar á forgangsreglum í leikskóla þannig að einstætt foreldri sem er með fullt forræði yfir barninu fái forgang í þeim tilfellum sem
hitt foreldrið tekur ekki fæðingarorlof. Í þessum tilfellum þarf hið einstæða foreldri að fara út á vinnumarkaðinn þremur mánuðum fyrr en ella, þ.e. þegar barnið er 6 mánaða. Ef forsjárlaust foreldri tekur ekki fæðingarorlof situr forsjárforeldrið ekki við sama borð og foreldrar sem deila með sér fæðingarorlofi.
Tillagan var felld. Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá.

Seinni:
Flokkur fólksins leggur til að borgin fjármagni að fullu Vináttuverkefni Barnaheilla fyrir þá leik- og grunnskóla sem þess óska. Rökin með þessari tillögu hafa verið reifuð oft áður og skemmst er að nefna að góð reynsla er af verkefninu sem hjálpar börnum að fyrirbyggja og leysa úr ýmsum tilfinningalegum og félagslegum vanda.
Tillagan var felld.
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá.

Ég á ekki sæti í þessu ráði nema sem varamaður og gat því ekki bókað en mun gera það þegar fundargerðin verður lögð fram á næsta fundi borgarstjórnar.


Bloggfærslur 24. apríl 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband