Kirsuberjatréð, Vesturgata 4 kl. 17 í dag. Opnun sýningar: LAGT Á BORÐ. Náttúra, Landnám

Sölusýning í Kirsuberjatrénu, Vesturgötu 4, Reykjavík
Jón Guðmundsson sýnir hönnun sína og smíð. Fornaskar, renndar skálar, diskar, fornaskar og bikarar gerðir úr innlendum viði.

Kirsuberjatréið,jpg
Sýningaropnun er fimmtudaginn 16 maí kl. 17-18. Allir velkomnir

Sýndir eru hlutir úr tveimur hönnunarlínum:
Náttúra: Fallegir viðarbútar eru nýttir í þessa hönnunarlínu. Hér er fegurð viðarins aðalatriðið og hún látin koma fram í hlutnum. Ýtt er undir einkennin með því að nota olíur sem flæða vel og laða fram viðaræðar og viðarsveppi.
Sérhver skál er einstök.
Landnám : Sótt er í þau form, liti og mynstur sem landnámsmenn studdust við. Harður viður er nýttur í skálar, diska, aska og bikara. Litir svo sem mýrarauði, málm- og plöntulitir eru notaðir til að ýkja einkenni. Mynstur er oft hamrað í viðinn.

Sýningin mun standa dagana 16-26 maí 2019.
Opið er virka daga kl. 10.00 - 18.00, en 10-17 um helgar


Bloggfærslur 16. maí 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband