Laun fyrrum forstjóra Félagsbústaða 1.6 mkr. á mánuði auk yfirvinnutíma

Það angrar mig mjög að forstjórar B hluta fyrirtækja eru sennilega allir á borgarstjóralaunum og gott betur. Ég fékk sundurliðun á launum fyrrum forstjóra Félagsbústaðar á fundi borgarráðs í gær. Hann var með rúma 1.6 milljón á mánuði auk yfirvinnutíma. Þessi laun eru á pari við laun borgarstjóra. Við starfslok var gert upp við hann, hann fékk orlof greitt sem er hefðbundið en einnig 128 yfirvinnutíma greidda.

Svar borgarinnar er hér


Bókun mín í þessu máli segir allt sem segja þarf:

Laun fráfarandi forstjóra Félagsbústaða eru regin hneyksli. Forstjórinn var með rúmar 1,6 m.kr á mánuði. Borgarfulltrúi Flokks fólksins er orðlaus yfir þessari upphæð sem sennilega er á pari við sjálfan borgarstjórann. Fram kemur í svari að viðkomandi átti um 2 mánuði ógreitt orlof og ógreidda yfirvinnutíma. Upplýst hefur verið með yfirvinnu. Við starfslok voru greiddir út  128 tímar í yfirvinnu á tímabilinu 2017 til 2018 samtals 1.961.023. Þetta var ofan á föst laun. Flokkur fólksins gerir skilyrðislausa kröfu til stjórnar að laun núverandi forstjóra verði lækkuð séu þau í einhverju samræmi við þessa upphæð. Laun viðkomandi sem sinnir þessu starfi þarf að vera í einhverju samræmi við þann veruleika sem við lifum í. Hér er um firringu að ræða sem æ oftar virðist vera raunin hjá meirihluta borgarstjórnar og fyrirtækjum í eigu borgarbúa þegar sýslað er með skattfé borgarbúa. Einhver meðvirkni virðist vera í þessu máli.


Bloggfærslur 19. júlí 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband