Margir eldri borgarar óttast bílastæðahúsin

Reykjavík rekur 7 bílastæðahús. Það er margir hræddir við að fara inn í bílastæðahúsin og má nefna eldri borgara  en einnig fleiri úr hinum ýmsu aldurshópum. 
Aðkoma og aðgengi að bílastæðahúsum er víða slæmt. Inn í þeim er einnig oft þröngt og fólk hrædd við að reka bílinn sinn í.  Margir eldri borgarar, fatlaðir og einnig ungir ökumenn treysta sér ekki í þau, auk þess sem aðkoma sumra þeirra er ekki mjög sýnileg. Stærsti vandinn er hins vegar sá að mjög mörgum finnst greiðslumátinn flókinn. Fólk óttast oft einnig að lokast inni með bíl sinn t.d. þar sem enginn umsjón er á svæðinu eins og oft er á kvöldin.

Borgarmeirihlutinn hefur aldrei rætt þessa hlið í tengslum við bílastæðahúsin. Þegar sagt sé að nóg sé af bílastæðum í bænum þá er þessi vinkill aldrei skoðaður nú þegar allt kapp er lagt á að loka fyrir umferð bíla á stóru svæði eða fækka bílastæðum á götum.

 

Taka bara strætó!

Nú liggur fyrir að stækka á gjaldsvæðið í bænum og hækka bílatæðagjald sem og hefja gjaldtöku á sunnudögum. Þetta er alls ekki tímabært því langt er í land að almenningssamgöngur geti verið fýsilegur kostur. Sumar leiðir strætó ganga ekki einu sinni á sunnudögum.  Þær leiðir sem ekki keyra um helgar eru 31, 17, 33 og 34. Akstur hefst kl. 9:30 og á nokkrum leiðum er farinn einum hring minna á kvöldin en á öðrum dögum. 

bílastæðahús


Bloggfærslur 8. júlí 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband