Gullnáma fyrir njósnara og aðra óprútna aðila

Það er mjög kostnaðarsamt að stilla upp myndavélum um allan bæ til að innheimta veggjöld. Þetta er sennilega dýrasta aðferð sem hægt er að nota. Eigi að innheimta t.d. 20 milljónir þá trúi ég að innheimtubúnaðurinn og allt í kringum hann og annað utanumhald kosti sennilega annað eins. Þetta fer allt í sjálfa sig.
 
Stríðir gegn persónuverndarlögum
 
Dagur og meirihlutinn eiga frumkvæði af veggjöldum. Það hefur komið fram að veggaldarhugmyndin er ekki komin frá Sigurði Inga eða Framsókn Veggjöld verða innheimt með því að greina bílnúmer bifreiða því ekki er hægt að hafa greiðsluhlið. Það myndi tefja umferðina mikið.  Þannig verða allar okkar ferðir raktar. Aldrei mun ég vilja samþykkja þetta. Ef einhver óprúttinn aðili kæmist í þessi gögn er hægt að vita hvar hver er á hvaða tíma. Mjög óaðlaðandi og vanhugsað dæmi allt saman tel ég. Þetta er gullnáma fyrir njósnara.
 
Finna verður aðrar leiðir til að fjármagna borgarlínu það sem upp á vantar, t.d. selja byggingar, selja land, hætta við skrautframkvæmdir og byrja bara að spara. Þingmenn og miðlæg stjórnsýsla borgarinnar geta t.d. dregið verulega úr ferðum til útlanda, nota í fjarfundabúnað meira og fundarstreymi, leggja niður dagpeningakerfið og taka upp viðskiptakort í staðinn og áfram mætti telja?

Bloggfærslur 30. september 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband