Hve mörg verslunarrými hafa losnað í miðbænum?

Ég lagði fram fyrirspurn í gær á fundi skipulags- og samgönguráðs um hvað mörg verslunarrými við göngugötur í miðbænum hafa losnað sl. eitt og hálft ár?   

Hér er spurt um rými sem hafa losnað við bæði varanlegar göngugötur og tímabundnar, svokallaðar sumargötur.
Spurt er vegna þess að fyrir liggur að fjölmargir rekstraraðilar sem ráku verslanir við þessar götur hafa flutt verslanir sínar annað eða lagt niður rekstur sinn.
Ekki liggja fyrir nákvæmar tölur um auð verslunarrými. Það er mikilvægt að fá upplýsingar um á hvað stórum skala búðarflóttinn er til þess að átta sig betur á stöðunni og þróun mála í miðbænum hvað varðar verslun og viðskipti.

 


Bloggfærslur 4. júní 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband