Ófremdarástand í leikskólum vegna manneklu

Nú er stađan ţannig á mörgum leikskólum ađ börn eru send heim nánast daglega vegna skorts á starfsfólki.
Ég lagđi inn fyrirspurn um ţetta í borgarráđi í morgun:
 
Fulltrúi Flokks fólksins óskar upplýsinga um hvađ skóla- og frístundasviđ er ađ gera í málinu ef eitthvađ?
Hefur veriđ skođađ hvađ áhrif ţetta hefur á foreldra og stöđu ţeirra í vinnum sínum?
 
Ţetta er ómögulegt ástand. Ţetta er fyrsta stig menntunar fyrir börnin og međ ţessu er veriđ ađ svíkja ţau um hana.
Svo er ekki hćgt ađ ćtlast til ţess ađ foreldrar stökkvi fyrirvaralaust úr vinnu til ađ sćkja börnin sín.

Í ţessum málum ríkir ófremdarástand.
Orlofsdagar rétt duga fyrir sumarfríi og ţá á eftir ađ gera ráđ fyrir skipulagsdögum. Ekki öll heimili búa svo vel ađ vera međ 2 foreldra sem skipta ţessu á milli sín og efnaminna fólk hefur bara alls ekki efni á ađ fjölga ţeim dögum sem ţau eru frá vinnu. Fulltrúi Flokks fólksins finnst ţetta ólíđandi ástand fyrir foreldra og börnin og hlýtur ekki síđur ađ vera erfitt fyrir starfsfólkiđ.
 

Vissuđ ţiđ?

Vissuđ ţiđ ađ 1. nóvember 2021 biđu 400 börn eftir ţjónustu talmeinafrćđings í Reykjavík?
Ég lagđi fram fyrirspurn um ţetta á fundi velferđarráđs í gćr.

Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóđandi fyrirspurn um 400 börn sem bíđa eftir ţjónustu talmeinafrćđings:

Hinn 1. nóvember 2021 voru 400 börn á biđlista, á biđ eftir ţjónustu talmeinafrćđings í Reykjavík.
Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir nánari sundurliđun á ţessum vanda barnanna og greiningu á tilvísunum eftir alvarleika.

Ţađ er sérlega bagalegt ađ öll ţessi börn séu ađ bíđa eftir svo mikilvćgri ţjónustu. Ef horft er til ţeirra barna sem glíma viđ málţroskavanda ţá hafa rannsóknir sýnt ađ börn og unglingar međ málţroskaröskun eru líklegri til ađ upplifa erfiđleika í félagslegum ađstćđum og eru ţau einnig berskjaldađri fyrir tilfinningalegum erfiđleikum.

Á unglingsárunum eykst ţörf einstaklinga fyrir náin félagsleg samskipti viđ jafningja. Slök máltjáning og slakur orđaforđi er ein ađalástćđa ţess ađ unglingar međ málţroskaröskun eru líklegri til ađ upplifa erfiđleika í tengslamyndun viđ félaga sína vegna ţess ađ tímabil unglingsára er taliđ eitt ţađ mest krefjandi tímabil í lífi fólks ţar sem á ţeim árum eiga miklar breytingar sér stađ, bćđi líffrćđi-, vitsmuna-, félags- og tilfinningalega.

Bloggfćrslur 18. nóvember 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband