Vetrarþjónusta Reykjavíkur í borgarstjórn

Ég er komin á borgarstjórnarfund og á dagskrá er m.a. fyrirkomulag snjóruðnings í Reykjavík.

Hér er bókun Flokks fólksins í málinu:
Snjóhreinsun þarf að ganga snurðulaust. Bæta þarf þjónustu í húsagötum. Auka þarf afköst, breyta fyrirkomulagi, vinnulagi og fjárfesta í tækjum. Tjalda þarf öllu til þegar reiknað er með mikilli snjókomu og opna leiðir fljótt milli húsagötu og stofnvega og slóð á stéttum og stígum.
Í fyrstu er nægilegt að ryðja 60-80% af breidd húsagötu og láta ruðninga vera á götunni, ekki ryðja upp á gangstéttir hvað þá fyrir innkeyrslur. Ef innkeyrslur eru opnar skapast svæði til að mætast á bíl á meðan að ruðningar eru enn á götunni.
Ef rutt er upp á gangstétt þarf annað tæki að koma og ryðja aftur út á götuna. Úrsalt er ódýrasta saltið og sjálfsagt að nota það og spara það ekki.
Þegar farið er í útboð þurfa að vera skýrar línur til hvers er ætlast. Sagt er að til séu teikningar af öllum götum og þarf verktaki að vita, hvert á að ýta ruðningum. Stytta á upplýsingaferla milli þátttakanda, öll vandamál þarf að leysa. Mun betri tengsl og samskipti þurfa að vera milli pólitíkunnar og yfirstjórnar og yfirstjórnar og starfsmanna og verktaka.
Bæta þarf hönnun saltkassa þannig að úrkoma komist ekki í þá, annars verður saltið fljótt illmokanlegt. Saltgeymslur er kapítuli út af fyrir sig. Borgin á ekki þessar geymslur en borgin greiðir fyrir viðhald þeirra.

Bloggfærslur 3. janúar 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband