Háđ og spott úr sal borgarstjórnar

Ţađ var í desember 2021 sem borgarfulltrúi Flokks fólksins lagđi fram tillögu í borgarstjórn um skipulagđa byggđ fyrir eldra fólk sem koma mćtti fyrir víđs vegar í Reykjavík. Segja má ađ sjaldan hafi meirihlutinn gert eins mikiđ grín ađ nokkurri tillögu frá minnihlutanum, „ađ nú vildi Flokkur fólksins fara ađ búa til gettó fyrir eldra fólk“. Fleira í ţessum dúr var varpađ fram í sal borgarstjórnar frá meirihlutafulltrúum. En ţađ var aldeilis ekki hugsun borgarfulltrúa Flokks fólksins. Eftir samráđ og samtal viđ fjölmarga eldri borgara og hagsmunasamtök var tillaga Flokks fólksins á ţann veg ađ íbúđasvćđi í borginni verđi skipulögđ ţar sem sérstök áhersla er lögđ á ţjónustu viđ eldra fólk og ađ íbúasvćđiđ vćri hannađ međ tilliti til ţeirra ţarfa.

Meirihlutinn felldi tillöguna en ađrir minnihlutaflokkar utan Flokks fólksins sátu hjá. Rök meirihlutans voru ţau ađ ţetta vćri ekki ţađ sem ţessi hópur ţarf né vill. Nú hefur annađ komiđ á daginn. Og skjótt skipast veđur í lofti ţví meirihlutinn leggur nú sjálfur til sambćrilega tillögu sem kallast Lífsgćđakjarnar.

Hér má sjá alla greinina en hún er einnig birt í Morgunblađinu í dag.
https://kolbrunbaldurs.is/skjott-skipast-vedur-i-lofti-i-husnaedismalum-eldri-folks/


Bloggfćrslur 3. október 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband